Körfubolti

Clippers með stórsigur á meðan Lakers máttu þola tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lakers gekk hörmulega að stöðva Kyle Lowry í nótt.
Lakers gekk hörmulega að stöðva Kyle Lowry í nótt. Ashley Landis/Getty Images

Alls fóru fimm leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Los Angeles Clippers komu sterkir til baka eftir tapið gegn Lakers og völtuðu yfir New Orleans Pelicans. Á sama tíma áttu nágrannar þeirra í Lakers aldrei möguleika gegn ríkjandi meisturum í Toronto Raptors.

Leikur Toronto og Lakers var jafn framan af og raunar leiddu Lakers með þremur stigum í hálfleik, staðan þá 44-41. Toronto náðu vopnum sínum í síðari hálfleik og keyrðu einfaldlega yfir LeBron James og félaga í síðasta fjórðung. Unnur þeir hann með 13 stiga mun og þar með leikinn með 15 stiga mun, lokatölur 107-92.

Kyle Lowry fór hamförum hjá Raptors en hann setti 33 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar á eftir kom OG Anunoby með 23 stig. LeBron setti niður 20 stig hjá Lakers og tók 10 fráköst, mest allra í liðinu. Kyle Kuzma var næstur í stigaskorun en hann gerði 16 stig.

Clippers áttu aldrei í vandræðum með New Orleans Pelicans og var leikurinn svo gott sem búinn í hálfleik. Clippers þá þegar komnir með 32 stiga forystu, staðan 77-45. Slökuðu þeir á aðeins á í síðari hálfleik og þökk sé því að Clippers voru einfaldlega ekki með í síðasta leikhluta leiksins þá sluppu Pelicans við niðurlægingu.

Staðan fyrir síðasta fjórðung leiksins var 103-66 en Pelicans gerðu 37 stig í síðasta fjórðung leiksins gegn aðeins 23 hjá Clippers. Lauk leiknum því með 126-103 sigri Clippers.

Paul George var stigahæstur hjá Clippers með 28 stig og þar á eftir kom þá að sjálfsögðu Kawhi Leonard, með 24 stig. Hjá Pelicans var Nickeil Alexander-Walker með 15 stig á aðeins tólf mínútum.

Önnur úrslit

Denver Nuggets 105 – 125 Miami Heat

Oklahoma City Thunder 110 – 94 Utah Jazz 

Indiana Pacers 127 – 121 Philadelphia 76ersAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.