Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 13:39 Grímur rjúka nú út eins og heitar lummur. Getty/Sebastian Condrea Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Sjá meira
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent