Seldu 33 þúsund grímur á tveimur tímum Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. júlí 2020 13:39 Grímur rjúka nú út eins og heitar lummur. Getty/Sebastian Condrea Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Óhætt er að segja að andlitsgrímur rjúki út eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir voru kynntar í hádeginu. Heildsalan Kemí hefur selt 33 þúsund grímur frá því að upplýsingafundinum lauk og Lyfja leyfir fólki aðeins að kaupa 10 grímur í einu. Meðal hertra aðgerða sem taka gildi í hádeginu á morgun er grímuskylda á stöðum þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli fólks. Almenningssamgöngur voru sérstaklega nefndar í því samhengi en ætla má að þetta taki einnig til þjónustu þar sem mikil nálægð er á milli fólks; eins og hárgreiðsla, nudd og snyrtiaðgerðir hvers konar. Strætó hefur þegar gefið út að grímulausu fólki verði ekki hleypt inn í vagnana. Tíu grímu hámark Aníta Viggósdóttir, starfsmaður í Lyfju í Lágmúla, segir að síminn hafi ekki stoppað frá því að fundinum lauk. Starfsfólk hafi varla undan við að svara fyrirspurnum um grímur og heimsóknir í verslunina hafa verið mjög margar. Aníta segir að Lyfja eigi ennþá einhvern slatta af grímum og að von sé á fleirum seinna í dag eða á morgun. Til að tryggja að sem flest geti keypt grímu hefur Lyfja takmarkað kaup einstaklinga við tíu grímur. Fólk vill ekki grípa í tómt Hermann Guðmundsson, forstjóri heildsölunnar Kemí, segist ekki hafa farið varhluta af grímuáhuganum. Hann hafi selt 33 þúsund grímur frá því á tólfta tímanum í dag, bæði til einstaklinga og fyrirtækja - ekki síst í fólksflutningum og heimaþjónustu þar sem starfsfólk þarf að vera í mikilli nálægð við fólk. „Fólk vill ekki grípa í tómt núna,“ segir Hermann. Grímurnar séu búnar en hann á von á annarri sendingu eftir helgi. Til í Bónus, væntanlegar í Krónunni Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónuss segir enn eitthvað til af grímum í verslunum fyrirtækisins. Þar megi fá 50 einnota grímur í kassa á 7500 krónur, svokallaða „maska.“ Eitthvað sé jafnframt til á lager en Guðmundur segir Bónus hafa farið að huga að grímukaupum þegar opnað var aftur fyrir millilandaflug - þar sem hefur verið grímuskylda frá 15. júní. Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri innkaupasviðs Krónunnar, segir að sem stendur séu ekki til grímur í Krónunni. Unnið sé í því að útvega þær en erfitt sé að segja til um nákvæmlega hvenær þær rata í Krónuverslanir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43 Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Strætó mun banna grímulausa farþega Strætó hefur ekki tök á því að útvega grímur fyrir farþega sína. 30. júlí 2020 11:43
Hertar aðgerðir: Tveggja metra reglan skylda og 100 manna samkomumörk Hertari aðgerðir vegna kórónuveirunnar taka gildi á hádegi á morgun. Þeirra á meðal er að fjöldatakmörk verða lækkuð úr 500 manns niður í 100 manns. 30. júlí 2020 11:09