Atvinnuleysið úr 9,9 prósentum í 3,5 prósent milli mánaða Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 09:16 Mikið hefur mætt á starfsmönnum Vinnumálastofnunar í ár. Vísir/vilhelm Atvinnuleysið í nýliðnum júnímánuði var svipað og það var í sama mánuði í fyrra, ef marka má mælingar Hagstofunnar. Þær bera með sér að atvinnuleysið hafi verið 3,5 prósent í júní í ár, en það var 3,2 prósent í júní í fyrra. Þetta verður að teljast nokkur viðsnúningur því atvinnuleysið í maí á þessu ári mældist 9,9 prósent. Áætlað er að 217.200 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní í ár. Það jafngildir 83,1 prósent atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 209.500 hafi verið starfandi en 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,2 prósent og hlutfall atvinnulausra 3,5 prósent í júní á þessu ári sem fyrr segir. hagstofa íslands Árstíðarleiðréttar tölur Hagstofunnar benda þó til þess að 8300 manns, eða 4,1 prósent af vinnuaflinu, hafi verið atvinnulaus í síðasta mánuði. „Rétt er að benda á að árstíðarleiðréttar tölur geta verið ónákvæmar við óvenjulegar aðstæður líkt og nú eru á vinnumarkaði. Árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á vinnumarkaði, til dæmis auknum fjölda atvinnulausra að vori þegar námsmenn hefja leit að sumarvinnu, en slíkar leiðréttingar duga skammt þegar óvæntir og einstakir atburðir hafa áhrif á atvinnustöðu fólks. Því er mikilvægt að horfa frekar til óleiðréttra mælinga við mat á skammtímaáhrifum.“ Hagstofan tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða bráðabirgðatölur, sem verði endurskoðaðar við lok ársfjórðungsins. „Vísbendingar eru um brottfallsskekkju í niðurstöðunum sem lýsa sér í því að einstaklingar sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur í júní voru ólíklegri til að svara spurningalista rannsóknarinnar heldur en þeir sem ekki fengu greiddar þess háttar bætur. Þetta kann að leiða til vanmats á atvinnuleysi fyrir júnímánuð.“ Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira
Atvinnuleysið í nýliðnum júnímánuði var svipað og það var í sama mánuði í fyrra, ef marka má mælingar Hagstofunnar. Þær bera með sér að atvinnuleysið hafi verið 3,5 prósent í júní í ár, en það var 3,2 prósent í júní í fyrra. Þetta verður að teljast nokkur viðsnúningur því atvinnuleysið í maí á þessu ári mældist 9,9 prósent. Áætlað er að 217.200 einstaklingar á aldrinum 16 til 74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júní í ár. Það jafngildir 83,1 prósent atvinnuþátttöku. Af vinnuaflinu er áætlað að 209.500 hafi verið starfandi en 7.700 án vinnu og í atvinnuleit. Áætlað hlutfall starfandi af mannfjölda var 80,2 prósent og hlutfall atvinnulausra 3,5 prósent í júní á þessu ári sem fyrr segir. hagstofa íslands Árstíðarleiðréttar tölur Hagstofunnar benda þó til þess að 8300 manns, eða 4,1 prósent af vinnuaflinu, hafi verið atvinnulaus í síðasta mánuði. „Rétt er að benda á að árstíðarleiðréttar tölur geta verið ónákvæmar við óvenjulegar aðstæður líkt og nú eru á vinnumarkaði. Árstíðarleiðréttar tölur gera ráð fyrir almennum árstíðarbundnum sveiflum á vinnumarkaði, til dæmis auknum fjölda atvinnulausra að vori þegar námsmenn hefja leit að sumarvinnu, en slíkar leiðréttingar duga skammt þegar óvæntir og einstakir atburðir hafa áhrif á atvinnustöðu fólks. Því er mikilvægt að horfa frekar til óleiðréttra mælinga við mat á skammtímaáhrifum.“ Hagstofan tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að hafa í huga að um sé að ræða bráðabirgðatölur, sem verði endurskoðaðar við lok ársfjórðungsins. „Vísbendingar eru um brottfallsskekkju í niðurstöðunum sem lýsa sér í því að einstaklingar sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur í júní voru ólíklegri til að svara spurningalista rannsóknarinnar heldur en þeir sem ekki fengu greiddar þess háttar bætur. Þetta kann að leiða til vanmats á atvinnuleysi fyrir júnímánuð.“
Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Sjá meira