Eru vespur náttúrulögmál? Guðmundur Karl Einarsson skrifar 22. júlí 2020 15:15 „Pabbi, ég þori ekki að hjóla úti“ sagði þriggja ára dóttir mín einn góðviðrisdaginn. Hún var lítil í sér og vildi helst halda fyrir eyrun. Þegar ég spurði hana við hvað hún væri hrædd var svarið einfalt: mótorhjól. Við búum Kórahverfi. Hverfið er barnvænt enda göngustígar og leikvellir innan seilingar fjarri umferðargötum. En unglingar á vespum eru því miður orðnir vandamál hér sem víðar. Hávær vélknúin ökutækin þjóta um göngustígana, oft á ofsahraða, með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur að ekki séð talað um hljóðmengunina sem fylgir. Á vespunum sitja unglingar sem njóta frelsisins sem fylgir þessum tækjum. Mikið skil ég þau. Ég er alveg viss um að ég hefði verið friðlaus að eignast svona farartæki hefði það verið í boði á tíunda áratugnum. Umræddar vespur kallast létt bifhjól í flokki 1 og mega ekki aka hraðar en 25 km/klst. Vandinn er hins vegar að margir hafa breytt hjólunum svo þau komast mun hraðar en aka engu að síður á sama göngustíg og þriggja ára dóttir mín notar. Þá er vinsælt að koma saman á kvöldin á hjólunum og þá eru flauturnar óspart notaðar. Aftur er þriggja ára dóttir mín fórnarlambið og vaknar með andfælum. Ég skora á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgöngustofu að taka málefni léttra bifhjóla í flokki 1 til gagngerrar endurskoðunar. Ekki bíða eftir að það verði alvarlegt slys heldur bregðumst strax við. Hver vill hafa ástandið svona? Vespur eru nefnilega ekki náttúrulögmál. Höfundur er foreldri og flugumferðarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Pabbi, ég þori ekki að hjóla úti“ sagði þriggja ára dóttir mín einn góðviðrisdaginn. Hún var lítil í sér og vildi helst halda fyrir eyrun. Þegar ég spurði hana við hvað hún væri hrædd var svarið einfalt: mótorhjól. Við búum Kórahverfi. Hverfið er barnvænt enda göngustígar og leikvellir innan seilingar fjarri umferðargötum. En unglingar á vespum eru því miður orðnir vandamál hér sem víðar. Hávær vélknúin ökutækin þjóta um göngustígana, oft á ofsahraða, með tilheyrandi hættu fyrir gangandi vegfarendur að ekki séð talað um hljóðmengunina sem fylgir. Á vespunum sitja unglingar sem njóta frelsisins sem fylgir þessum tækjum. Mikið skil ég þau. Ég er alveg viss um að ég hefði verið friðlaus að eignast svona farartæki hefði það verið í boði á tíunda áratugnum. Umræddar vespur kallast létt bifhjól í flokki 1 og mega ekki aka hraðar en 25 km/klst. Vandinn er hins vegar að margir hafa breytt hjólunum svo þau komast mun hraðar en aka engu að síður á sama göngustíg og þriggja ára dóttir mín notar. Þá er vinsælt að koma saman á kvöldin á hjólunum og þá eru flauturnar óspart notaðar. Aftur er þriggja ára dóttir mín fórnarlambið og vaknar með andfælum. Ég skora á Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Samgöngustofu að taka málefni léttra bifhjóla í flokki 1 til gagngerrar endurskoðunar. Ekki bíða eftir að það verði alvarlegt slys heldur bregðumst strax við. Hver vill hafa ástandið svona? Vespur eru nefnilega ekki náttúrulögmál. Höfundur er foreldri og flugumferðarstjóri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun