Golf

Rahm með góða forystu fyrir lokahringinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Jon Rahm.
Jon Rahm. vísir/Getty

Spænski kylfingurinn Jon Rahm hélt uppteknum hætti á þriðja degi Memorial mótsins sem fram fer í Ohio í Bandaríkjunum um helgina en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Rahm hefur leikið vel og fór þriðja hring á 68 höggum sem er fjórum höggum undir pari vallarins.

Er hann í góðri stöðu fyrir lokahringinn þar sem hann er efstur á samtals 12 höggum undir pari. Næstir á eftir honum eru Bandaríkjamennirnir Tony Finau og Ryan Palmer á samtals 8 höggum undir pari.

Sýnt verður beint frá lokahringnum á Stöð 2 Golf á morgun og hefst útsending klukkan 17:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.