Viðskipti innlent

N1 festir kaup á Ísey skyrbar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Kristinn Ingi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Skyrboozt ehf., Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 og Jón Viðar Stefánsson, deildarstjóri þjónustustöðva N1, ásamt starfsfólki Íseyjar. Konurnar á myndinni eru ekki nafngreindar í tilkynningu N1.
Kristinn Ingi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Skyrboozt ehf., Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1 og Jón Viðar Stefánsson, deildarstjóri þjónustustöðva N1, ásamt starfsfólki Íseyjar. Konurnar á myndinni eru ekki nafngreindar í tilkynningu N1. Aðsend

N1 hefur keypt rekstur Íseyjar skyrbars á þjónustustöðvum sínum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Ísey skyrbar er staðsett á stöðum N1 á Ártúnshöfða, við Hringbraut, Borgartún og í Fossvogi.

Haft er eftir Hinrik Erni Bjarnasyni, framkvæmdastjóra N1, að Ísey skyrbar sé sterkt og vinsælt vörumerki sem viðskiptavinir N1 hafi verið hrifnir af.

„Við viljum efla þetta merki og þá fjölbreytni sem þar er boðið upp á og við hlökkum til frekari þróunar og nýrra vara, þannig að N1 verði áfram besti viðkomustaðurinn fyrir þá sem eru á ferðinni og vilja fá eitthvað hollt og gott,“ er jafnframt haft eftir honum í tilkynningunni.

Þá er greint frá þeirri nýbreytni að öll sala á Ísey skyrbar í Fossvogi komi til með að fara fram í gegn um bílalúgu með snertilausum viðskiptum.

Fyrirtækið er einnig að skoða þann möguleika að fjölga Íseyjarstöðum á þjónustustöðvum sínum, „enda ljóst að eftirspurn eftir því sem þar er boðið upp á er mikil og fer vaxandi.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×