Lífið

Þetta voru viðbrögðin þegar þeir heyrðu vinsælasta lag Whitney Houston í fyrsta sinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessir ungu drengir höfðu aldrei heyrt lagið og aldrei áður séð Whitney Houston.
Þessir ungu drengir höfðu aldrei heyrt lagið og aldrei áður séð Whitney Houston.

Lagið I Will Always Love er líklega eitt vinsælasta lag sögunnar en það var Whitney Houston sem gaf út lagið árið 1992 og var það titillag kvikmyndarinnar The Bodyguard sem kom út sama ár.

Houston lék sjálf í myndinni ásamt Kevin Costner.

Á YouTube-síðunni Twins the new trend má sjá þrjá unga menn hlusta á lagið í fyrsta sinn. Þeir höfðu í raun aldrei áður séð söngkonuna Whitney Houston, en hún lést árið 2012.

Á sínum tíma var varla til manneskja í heiminum sem hafði ekki heyrt umrætt lag en nú er öldin önnur.

Þeir félagarnir voru vægast sagt sáttir eftir hlustunina eins og sjá má hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.