Viðskipti innlent

Fjórum apótekum gert að greiða 50 þúsund króna sekt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Samkvæmt reglum verða fyrirtæki að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum.
Samkvæmt reglum verða fyrirtæki að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Vísir/Egill

Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur.

Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum.

Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf.

Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu.

Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
-4,46
9
11.342
REGINN
-3,33
9
137.149
REITIR
-2,99
14
108.352
ICESEA
-2,57
8
11.808
ICEAIR
-2,5
35
11.966
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.