Fjórum apótekum gert að greiða 50 þúsund króna sekt Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2020 14:37 Samkvæmt reglum verða fyrirtæki að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Vísir/Egill Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur. Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf. Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu. Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni. Neytendur Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Fjögur apótek á höfuðborgarsvæðinu voru sektuð í upphafi árs fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Úttekt Neytendastofu leiddi í ljós að verðmerkingar voru í ólestri í alls 44 apótekum af þeim 49 skoðuð voru, en fyrrnefndu apótekin fjögur voru þau einu sem réðust ekki í fullnægjandi úrbætur. Starfsmenn Neytendastofu litu fyrst við í apótekunum í desember í fyrra. Ætlunin var að ganga úr skugga um að verðmerkingar þeirra væru í lagi, en fyrirtækjum ber að verðmerkja vöru með réttu söluverði þar sem hún er höfð til sýnis neytendum. Skoðun starfsmanna Neytendastofu leiddi í ljós að ástand verðmerkinga var ábótavant í nær öllum apótekum sem skoðuð voru. Forsvarsmönnum þeirra var gert viðvart í byrjun febrúar og þeim tjáð að fyrirtækið mætti búast við sektum ef verðmerkingum væri ekki komið í rétt horf. Fjörutíu apótek af þeim 44 sem fengu viðvörun réðust í fullnægjandi úrbætur að mati Neytendastofu. Fjögur apótek; Rima Apótek, Farmasía, Íslandsapótek og Lyfja á Smáratorgi, gerðu það hins vegar ekki. Þeim var gefin fjórtán daga frestur í lok apríl til að gera hreint fyrir sínum dyrum - en engin svör bárust Neytendastofu. Stofnunin tók því ákvörðun um að leggja stjórnvaldssekt á apótekin. Hverju og einu þeirra var gert að greiða 50 þúsund krónur í ríkissjóð og hafa þau tæpa þrjá mánuði til að standa skil á greiðslunni.
Neytendur Lyf Stjórnsýsla Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira