Bætti á sig 20 kg á níu mánuðum og hefur aldrei slegið lengra Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 15:30 Bryson DeChambeau bregður á leik með verðlaunagripinn sem hann fékk fyrir að vinna Rocket Mortgage Classic mótið. getty/Gregory Shamus Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau hrósaði sigri á Rocket Mortgage Classic mótinu í golfi um helgina. Þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í ár og sá sjötti á ferlinum. DeChambeau lék á 23 höggum undir pari og var þremur höggum á undan landa sínum, Matthew Wolff. Upphafshögg DeChambeaus á mótinu í Detriot um helgina vöktu mikla athygli en þau voru að meðaltali 320 metra löng. DeChambeau virðist allavega vera með krafta í kögglunum. Hann hefur bætt á sig á miklum vöðvamassa og þyngst um rúmlega 20 kg á síðustu níu mánuðum. „Þetta er tilfinningaþrungin stund fyrir mig því ég gerði svolítið öðruvísi. Ég breytti líkama mínum, hugarfarinu og náði að vinna þrátt fyrir að spila á allt annan hátt. Og það var hálf ótrúlegt að sjá það,“ sagði DeChambeau þegar hann sat fyrir svörum eftir mótið í Detroit. DeChambeau ætlaði að halda upp á sigurinn á Rocket Mortage Classic með því að fá sér uppáhalds réttinn sinn. „Ég fæ mér nokkra próteinsjeika því ég á æfingu í fyrramálið. Svo get ég vonandi fengið góða steik og kartöflur einhvers staðar. Það er uppáhalds maturinn minn. Við hljótum að geta fundið hann einhvers staðar,“ sagði kylfingurinn. Klippa: Bryson DeChambeau hrósaði sigri í Detroit Bandaríkjamaðurinn Kevin Kisner, sem endaði í 3. sæti á Rocket Mortage Classic, hrósaði DeChambeau eftir mótið og sagði að hann hefði breytt því hvernig golf er spilað. DeChambeau er með lengstu upphafshögg á PGA-mótaröðinni í ár en þau eru 295 metrar að meðaltali. Miðað við frammistöðuna á Rocket Mortage Classic á sú tala væntanlega eftir að hækka eftir því sem líður á tímabilið. Lengsta högg DeChambeaus á mótinu í Detroit um helgina var 345 metrar. DeChambeau er í 4. sæti stigalista PGA-mótaraðarinnar. Webb Simpson er efstur, Justin Thomas í 2. sæti og Im Sung-jae í því þriðja. Næsta mót, Workday Charity Open, hefst 12. júlí. Klippa: DeChambeau vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu
Golf Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Sport Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira