Afglæpavæðing umræðunnar Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. júlí 2020 11:30 Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. Í tvennum skilningi; annars vegar það að komast í fyrirsagnir og hins vegar hve mörg virðast aðeins lesa fyrirsagnir en ekki kynna sér mál til hlítar. Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn:Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta. Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli. Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari. Það kom mér því mjög á óvart þegar allt í einu myndaðist sú stemmning að rétt væri að samþykkja frumvarp Pírata um afglæpavæðingu. Það er góðra gjalda vert, en ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum, ekki farið í samráðsgátt frekar en önnur þingmannamál. Samkvæmt upplýsingum á vef þingsins, sem öllum standa opnar, hefur verið fjallað efnislega um málið á þremur fundum velferðarnefndar, þar af komu gestir á tvo fundi. Umsagnir eru ellefu og í ýmsum þeirra koma fram spurningar og athugasemdir sem ég tel nauðsynlegt að taka á ef stunda á vandaða lagasetningu – nokkuð sem oft er kallað eftir. Til dæmis skilgreindi frumvarpið ekki hvað neysluskammtur væri. Landlæknir kom með ýmsar athugasemdir sem þarf að setjast yfir. En hvernig stóð á því að fólk var allt í einu tilbúið að samþykkja þetta frumvarp, án frekari umræðu? Jú, það skýrist af þinglokasamningum. Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram. Allt hefðbundið, við höfum til dæmis séð Miðflokkinn gera þetta í sumar og fyrra. Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni. Þannig vorum við ansi mörg sem töldum frumvarpið ekki tækt til afgreiðslu en studdum hugmyndina að baki því. Þess vegna vildum við vísa málinu til ríkisstjórnar og þar með inn í þá vinnu sem í gangi er um frumvarp sama efnis í heilbrigðisráðuneytinu. Það máttu Píratar ekki heyra á minnst, samþykkja þyrfti málið eða fella, og víluðu ekki fyrir sér að kæfa þannig þingviljann með málþófi. Þetta er sem sagt allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með sínum klækjabrögðum. Löngunin í fyrirsagnirnar varð því yfirsterkari lönguninni til að vinna skynsamlega að málum. Og trompaði alla lýðræðisást Pírata sem þeir flagga reglulega þegar þeim hentar. Umræðan er síðan annað leikrit. Fólk virðist halda að það að samþykkja ekki þetta sérstaka frumvarp Pírata þýði að fólk vilji ekki afglæpavæðingu neysluskammta. Fólk virðist nefnilega ekki hafa fyrir því að lesa lengra en fyrirsagnirnar og vílar ekki fyrir sér að úthrópa opinberlega þingmenn byggt á þeim fyrirsögnum. Ég hef áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkennir íslensk stjórnmál. Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru. Ég velti því lengi fyrir mér hvort þessi málsgrein hér á undan ætti heima í þessum pistli. Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá. Með því normalíserum við óeðlilega umræðuhefð, leggjum okkar fram í að auka á pólaríseringu. Fólk er annað hvort hetjur eða skúrkar. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Og lausnin er alltaf einföld, aldrei flókin. Það er þetta sem grefur undan lýðræðinu. En aftur að afglæpavæðingu neysluskammta. Þar heldur vinnan áfram samkvæmt stefnunni, enda hefur heilbrigðisráðherra sýnt vilja sinn í verki með lögum um neyslurými. Unnið er að máli um afglæpavæðingu neysluskammta sem fer sína hefðbundnu leið og kemur fyrir þingið. Vonandi vekur samþykkt þess mikil viðbrögð hjá þeim sem hafa verið stóryrtust síðustu daga, en fyrst og fremst verður það vonandi enn eitt skrefið í að bæta stöðu þess fólks sem það mun fjalla um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Fíkn Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ekkert mál hefur fært mér jafn mikið heim sanninn um það að pólitísk umræða í dag snýst bara um fyrirsagnir og það um afglæpavæðingu neysluskammta. Í tvennum skilningi; annars vegar það að komast í fyrirsagnir og hins vegar hve mörg virðast aðeins lesa fyrirsagnir en ekki kynna sér mál til hlítar. Og fyrir þau sem vilja bara fyrirsagnir, þá er hér fyrirsögn:Ég vil afglæpavæðingu neysluskammta. Ríkisstjórnin hefur unnið að stefnu sinni um afglæpavæðingu, þ.e. að horfa á fíkniefnasjúklinga sem veikt fólk en ekki glæpamenn. Það er í samræmi við stjórnarsáttmálann. Risastórt skref var stigið fyrr á þessu þingi þegar frumvarp var samþykkt um neyslurými. Heilbrigðisráðherra vann það í góðu samráði við fjölmörg sem að þessum málum koma, það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og fór svo fyrir þingið þar sem það fékk sína hefðbundnu umfjöllun. Þrátt fyrir allt þetta samráð heyrðust þær raddir að meira samráð þyrfti, vinna þyrfti málið betur. Það tel ég til marks um að þessi mál skipta okkur öll miklu máli. Næsta skref í ferlinu er að vinna að afglæpavæðingu neysluskammta. Heilbrigðisráðherra mun leggja fram slíkt mál á næsta þingi. Málið verður unnið í samráði við lykilaðila í heilbrigðiskerfinu og fleiri sem að slíkum málum þurfa að koma; dómsmálaráðuneytið, lögreglan og ríkissaksóknari. Það kom mér því mjög á óvart þegar allt í einu myndaðist sú stemmning að rétt væri að samþykkja frumvarp Pírata um afglæpavæðingu. Það er góðra gjalda vert, en ekki unnið í því samráði sem kallað hefur verið eftir í þessum málum, ekki farið í samráðsgátt frekar en önnur þingmannamál. Samkvæmt upplýsingum á vef þingsins, sem öllum standa opnar, hefur verið fjallað efnislega um málið á þremur fundum velferðarnefndar, þar af komu gestir á tvo fundi. Umsagnir eru ellefu og í ýmsum þeirra koma fram spurningar og athugasemdir sem ég tel nauðsynlegt að taka á ef stunda á vandaða lagasetningu – nokkuð sem oft er kallað eftir. Til dæmis skilgreindi frumvarpið ekki hvað neysluskammtur væri. Landlæknir kom með ýmsar athugasemdir sem þarf að setjast yfir. En hvernig stóð á því að fólk var allt í einu tilbúið að samþykkja þetta frumvarp, án frekari umræðu? Jú, það skýrist af þinglokasamningum. Píratar gerðu afgreiðslu á þessu frumvarpi að skilyrði fyrir því að þeir samþykktu þinglok. Fóru í málþóf til að ná þessu fram. Allt hefðbundið, við höfum til dæmis séð Miðflokkinn gera þetta í sumar og fyrra. Það sérkennilega hér var þó að Píratar heimtuðu að þingmenn annarra flokka afsöluðu sér rétti sínum til að greiða atkvæði í þingsal eftir samvisku sinni. Þannig vorum við ansi mörg sem töldum frumvarpið ekki tækt til afgreiðslu en studdum hugmyndina að baki því. Þess vegna vildum við vísa málinu til ríkisstjórnar og þar með inn í þá vinnu sem í gangi er um frumvarp sama efnis í heilbrigðisráðuneytinu. Það máttu Píratar ekki heyra á minnst, samþykkja þyrfti málið eða fella, og víluðu ekki fyrir sér að kæfa þannig þingviljann með málþófi. Þetta er sem sagt allt saman gamaldags, pólitískt leikrit með sínum klækjabrögðum. Löngunin í fyrirsagnirnar varð því yfirsterkari lönguninni til að vinna skynsamlega að málum. Og trompaði alla lýðræðisást Pírata sem þeir flagga reglulega þegar þeim hentar. Umræðan er síðan annað leikrit. Fólk virðist halda að það að samþykkja ekki þetta sérstaka frumvarp Pírata þýði að fólk vilji ekki afglæpavæðingu neysluskammta. Fólk virðist nefnilega ekki hafa fyrir því að lesa lengra en fyrirsagnirnar og vílar ekki fyrir sér að úthrópa opinberlega þingmenn byggt á þeim fyrirsögnum. Ég hef áhyggjur af þeirri pólaríseringu sem einkennir íslensk stjórnmál. Við þingmenn berum þar mikla ábyrgð, með öllu tali okkar um ofbeldi og níðingsverk, valdníðslu og einelti. Fólk hikar ekki við að úthrópa stjórnmálamenn – enda hika stjórnmálamenn ekki við að úthrópa hver annan – stíga jafnvel inn fyrir veggi heimilis þeirra og hringja öllum tímum sólarhrings til að segja þeim hve vondar manneskjur þeir eru. Ég velti því lengi fyrir mér hvort þessi málsgrein hér á undan ætti heima í þessum pistli. Ég efast ekki um það eina sekúndu að fullt af fólki mun afskrifa þessi skrif sem algjört væl (sennilegast eru nú þegar komin komment um væl í vondum manni við þessa grein). Ég hef nefnilega sjálfur upplifað að fólk sem ég taldi býsna skynsamt telur allt í himnalagi að troða pokum með hvítu dufti inn um bréfalúgu stjórnmálamanna – ef umræddir stjórnmálamenn eru ósammála viðkomandi í einhverjum málum. Þá er það bara gott á þá. Með því normalíserum við óeðlilega umræðuhefð, leggjum okkar fram í að auka á pólaríseringu. Fólk er annað hvort hetjur eða skúrkar. Hlutirnir eru annað hvort svartir eða hvítir. Og lausnin er alltaf einföld, aldrei flókin. Það er þetta sem grefur undan lýðræðinu. En aftur að afglæpavæðingu neysluskammta. Þar heldur vinnan áfram samkvæmt stefnunni, enda hefur heilbrigðisráðherra sýnt vilja sinn í verki með lögum um neyslurými. Unnið er að máli um afglæpavæðingu neysluskammta sem fer sína hefðbundnu leið og kemur fyrir þingið. Vonandi vekur samþykkt þess mikil viðbrögð hjá þeim sem hafa verið stóryrtust síðustu daga, en fyrst og fremst verður það vonandi enn eitt skrefið í að bæta stöðu þess fólks sem það mun fjalla um. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar