Framlag íslenskra stjórnvalda tilkynnt á áheitaráðstefnu vegna átakanna í Sýrlandi Heimsljós 1. júlí 2020 09:11 Frá Binish í Idlib-héraði í Sýrlandi. Sextán fjölskyldur á vergangi búa nú í rústum skólahúsnæðis í Binish. OCHA Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um rúmlega 277 milljón króna framlag íslenskra stjórnvalda vegna átakanna í Sýrlandi á áheitaráðstefnu þann 30. júní. "Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í hátt í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að lina þjáningar fórnarlamba átakanna og við munum áfram leggja okkar af mörkum. Við höfum lagt áherslu á að friðsamlegar lausnir og öryggi sýrlensks almennings enda er mikilvægt að tryggja að flóttafólki gefist kostur á að snúa til fyrri heimkynna með sem öruggustum hætti," sagði Guðlaugur Þór. Með áheitunum sem tilkynnt voru í dag skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leggja fram að lágmarki 277 miljónir króna á næstu þremur árum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Sýrlandi og með sýrlenskum flóttamönnum í nágrannaríkjum Sýrlands, þ.e. UNFPA, UN Women, WFP og svæðasjóðs OCHA í Líbanon og Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sýrland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tilkynnti um rúmlega 277 milljón króna framlag íslenskra stjórnvalda vegna átakanna í Sýrlandi á áheitaráðstefnu þann 30. júní. "Stríðið í Sýrlandi hefur staðið yfir í hátt í áratug og leitt af sér miklar hörmungar. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar við að lina þjáningar fórnarlamba átakanna og við munum áfram leggja okkar af mörkum. Við höfum lagt áherslu á að friðsamlegar lausnir og öryggi sýrlensks almennings enda er mikilvægt að tryggja að flóttafólki gefist kostur á að snúa til fyrri heimkynna með sem öruggustum hætti," sagði Guðlaugur Þór. Með áheitunum sem tilkynnt voru í dag skuldbinda íslensk stjórnvöld sig til að leggja fram að lágmarki 277 miljónir króna á næstu þremur árum til nokkurra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem starfa í Sýrlandi og með sýrlenskum flóttamönnum í nágrannaríkjum Sýrlands, þ.e. UNFPA, UN Women, WFP og svæðasjóðs OCHA í Líbanon og Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sýrland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent