Handbolti

Hanna tekur 26. tímabilið í meistaraflokki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hanna í mjög svo kunnuglegri stöðu.
Hanna í mjög svo kunnuglegri stöðu. vísir/daníel

Handboltakonurnar Hanna G. Stefánsdóttir og Elísabet Gunnarsdóttir hafa framlengt samninga sína við Stjörnuna.

Þær eru í hópi reynslumestu leikmanna landsins. Næsta tímabil verður t.a.m. það 26. hjá Hönnu í meistaraflokki.

Hanna, sem varð 41 árs fyrr á árinu, var fyrst í leikmannahópi Hauka tímabilið 1994-95. Hún var í hóp í einum deildarleik það tímabil og sjö tímabilið 1995-96. Fyrstu mörkin í meistaraflokki skoraði hún tímabilið 1996-97.

Hanna hefur leikið með Stjörnunni frá 2010. Hún lék með Haukum 1995-2003 og svo aftur 2004-2010. Í millitíðinni lék hún með Team Tvis Holstebro í Danmörku.

Á síðasta tímabili skoraði Hanna 42 mörk í tólf leikjum í Olís-deildinni. Elísabet skoraði tíu mörk í fimm deildarleikjum. Stjarnan var í 3. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.

Hanna lék 142 landsleiki á sínum tíma og skoraði 458 mörk. Elísabet lék 63 landsleiki og skorað 73 mörk.

Rakel Dögg Bragadóttir stýrir Stjörnunni á næsta tímabili. Liðið hefur bætt við sig nokkrum leikmönnum, þ.á.m. landsliðskonunum Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur.

Komnar:

  • Helena Rut Örvarsdóttir frá SønderjyskE (Danmörku)
  • Eva Björk Davíðsdóttir frá Skuru (Svíþjóð)
  • Katla María Magnúsdóttir frá Selfossi
  • Heiðrún Dís Magnúsdóttir frá Fram
  • Anna Karen Hansdóttir frá Horsens (Danmörku)
  • Liisa Bergdís Arnarsdóttir frá Kongsvinger (Noregi)

Farnar:

  • Ólöf Ásta Arnþórsdóttir til HK
  • Þórey Anna Ásgeirsdóttir til Vals


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.