Besta leiðin til að bæta kjör aldraðra? Finnur Birgisson skrifar 29. júní 2020 08:00 Í nýlegri „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar Landssambands eldri borgara segir að „besta leiðin til að bæta kjör lífeyrisþega“ sé að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr. „Þessi ráðstöfun kemur sér betur fyrir þá sem lægri hafa greiðslurnar, heldur en að skerðingarprósenta sé lækkuð,“ segir í ályktuninni. Þarna virðist stjórnin blanda saman tveimur ólíkum markmiðum: Annars vegar að bæta kjör þeirra sem minnst hafa og hinsvegar að draga úr tekjutengingum í kerfinu. Bæði lækkun skerðingarprósentu og hækkun frítekjumarka eru leiðir til að draga úr tekjutengingum, og það liggur fyrir að mismunandi sjónarmið ríkja um það á hvorn kostinn beri að leggja meiri áherslu. En enginn heldur því fram að minnkun tekjutenginga/skerðinga hjá almannatryggingum myndi bæta kjör þeirra verst settu sérstaklega. Í stöðunni í dag er rétt að leggja áherslu á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa þannig að þau þoli a.m.k. samanburð við lágmarkslaun. Að draga úr tekjutengingunum er líka nauð-synlegt, en það verður að vera markmið til lengri tíma, og getur tæplega orðið nema sem hluti af víðtækari endurskoðun lífeyrismálanna. En er það þá sérstaklega hagfellt fyrir þá tekjulægstu að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. í 100 þús. eins og stjórn LEB leggur til? Svarið við því er einfaldlega nei. Það er til önnur og miklu betri leið, sem er að hækka einfaldlega grunnupphæð ellilífeyrisins. Sú kjarabót myndi skila sér miklu betur til þeirra sem minnst hafa. Tekjulægsta fólkið meðal ellilífeyristaka er nefnilega með svo lágar tekjur að það hefur lítið gagn af hækkun frítekjumarksins. Appelsínurauða línan sýnir tekjur í 1.- 6. tíundarbili. Framhaldið neðan við 1. bil (slitna línan) er fengin með nálgun, þ.e. með því að framlengja línuna, því að TR gefur ekki upp hvar tekjur 1. tíundar byrja, einungis að þar séu allir með tekjur neðan við 51.493 kr./mán. Örvarnar „virk hækkun frítekjumarks“ sýna hve áhrif hækkunar frítekjumarksins eru misjöfn, - ábati 4. tíundar (og tíundanna þar fyrir ofan) er um 6 sinnum meiri en ábati 1. tíundar. Hvernig virkar hækkun frítekjumarksins? Um 38 þúsund manns fá nú greiddan ellilífeyri frá TR. Þegar öllum hópnum er skipt upp í tíu jafnstóra hluta, tíundir, verða því 3.800 manns í hverri tíund. Í fyrstu tíund, þeirri tekjulægstu, voru í fyrra allir með tekjur neðan við 51.500 kr. á mánuði, meðaltekjur í tíundinni voru á að giska 37 þús. á mánuði. Hækkun frítekjumarksins úr 25 í 50 þúsund myndi því gagnast þessum hópi eitthvað, en þó minna en öllum öðrum, og hækkun umfram þetta myndi ekki bæta kjör þeirra nokkurn skapaðan hlut, þótt hún myndi skila ávinningi til allra tíunda fyrir ofan fyrstu tíund. Fólkið í annarri tíund var í fyrra með tekjur á bilinu 51.500 - 83.300 kr. (miðgildi rúm 67 þús.). Allir í tíundinni myndu hafa fullt gagn af hækkun frítekjumarksins í 50 þúsund. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi síðan skila sér að fullu til tekjuhæsta fjórðungsins innan tíundarinnar, þ.e. þeirra sem höfðu tekjur yfir 75 þús., en að miklu minna leyti til neðri hluta tíundarinnar. Aðeins efsti fjórðungurinn myndi síðan njóta einhvers góðs af hækkun úr 75 í 100 þús. Þriðja tíund var með tekjur á bilinu 83.300 - 111.600. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi því gagnast öllum í þriðju tíund að fullu. Frekari hækkun upp í 100 þús. myndi gagnast tekjuhæsta þriðjungi tíundarinnar að fullu en í nokkuð minna mæli hinum tveimur þriðjungunum. Hækkun frítekjumarksins í 100 þús. myndi síðan gagnast tíundunum frá fjórðu tíund og upp úr að fullu, og sömuleiðis tekjuhæsta þriðjungi 3. tíundar sem fyrr segir. Af þessu má vera ljóst að það er alls ekki rétt að hækkun frítekjumarksins komi sérstaklega vel út hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar, - fremur mætti segja að sú fullyrðing sé öfugmæli. Ábatinn af hækkuninni skilar sér aðeins að fullu til sjö tekjuhæstu tíundanna, en hækkunin gagnast neðri tíundunum því ver sem neðar dregur. Hver yrði hækkun ráðstöfunartekna? Við hækkun almenna frítekjumarksins úr 25 þús. í 100 þús. yrði hækkun tekna eftir skatt eins og segir í eftirfarandi töflu: Rétt er að taka fram að þessar tölur koma engan veginn heim og saman við niðurstöður skýrslu sem stjórn LEB lét vinna fyrir sig, en ályktun stjórnarinnar sem vitnað er til fremst í þessari grein, mun vera fyrst og fremst byggð á niðurstöðum þeirrar skýrslu. Munurinn á niðurstöðum skýrslunnar og því sem hér er sett fram liggur m.a. í rangri túlkun skýrslunnar á talnaefni frá TR. Um talnaefni og útreikninga Umfjöllunin hér að ofan um tekjur lífeyristaka og útreikningar á hækkun ráðstöfunartekna byggjast á tölum Tryggingastofnunar ríkisins um tekjur lífeyristaka aðrar en greiðslur TR árið 2019, - en TR sundurliðar þær eftir tíundarbilum. Tekjutölurnar eru því ekki meðaltöl eða miðgildi innan tíundanna eins og gengið er útfrá í áðurnefndri skýrslu, sem unnin var fyrir LEB, heldur lýsa þær tekjum á skilum milli tíunda. Talan fyrir 1. tíund, 51.500 kr./mán., segir þannig að þar liggi skilin milli fyrstu og annarrar tíundar. Tekjur allra 3.800 einstaklinganna í 1. tíund eru því neðan við þá upphæð. Ofan við hana tekur við 2. tíund og nær upp að næstu tíundartölu, 83.271 kr./mán., og svo framvegis. Hin leiðin: Hækka grunntaxtana Ef í stað þess að hækka frítekjumarkið í 100 þús. yrði farin sú leið að hækka grunntölu ellilífeyrisins, þannig að það gæfi efri tíundunum sömu hækkun ráðstöfunartekna (21.300 kr.), þá þyrfti ellilífeyririnn að fara úr núverandi 257.800 kr. í 291.600 kr. - hækka um 33.800 kr. Nota Bene: Hann væri samt ennþá langt undir lágmarkslaunum. Það er ákaflega einfalt að reikna út hverju þessi hækkun myndi skila hjá mismunandi tekjuhópum. Það myndu einfaldlega allir fá sömu krónutöluhækkun, 33.800 kr. fyrir skatt, 21.300 kr. eftir skatt, frá fyrstu tíund til þeirrar tíundu. Í prósentum talið yrði hækkunin þá að sjálfsögðu mest hjá þeim tekjulægstu. Þessi leið yrði væntanlega aðeins dýrari fyrir ríkið en hækkun frítekjumarksins, einfaldlega af því að hún skilur ekki þau tekjulægstu útundan eins og hækkun frítekjumarksins gerir, heldur gefur þeim jafnmikla tekjuhækkun í krónum talið og þau tekjuhærri fá. Ef stjórn LEB vill leggja áherslu á ráðstafanir sem gagnast best þeim eldri borgurum sem minnst hafa, þá ætti hún að leggja til hliðar í bili kröfuna um hækkun frítekjumarkanna, og einbeita sér frekar að hækkun grunnupphæðanna hjá TR. Þarmeð er ekki verið að segja að ekki þurfi að endurskoða frítekjumörkin. Það ætti bara að færast aftar í forgangsröðina hjá samtökum eldri borgara eins og á stendur nú. Höfundur er í varastjórnum FEB-R og Málsóknarsjóðs Gráa hersins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kjaramál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í nýlegri „stefnumarkandi ályktun“ stjórnar Landssambands eldri borgara segir að „besta leiðin til að bæta kjör lífeyrisþega“ sé að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. kr. á mánuði í 100 þús. kr. „Þessi ráðstöfun kemur sér betur fyrir þá sem lægri hafa greiðslurnar, heldur en að skerðingarprósenta sé lækkuð,“ segir í ályktuninni. Þarna virðist stjórnin blanda saman tveimur ólíkum markmiðum: Annars vegar að bæta kjör þeirra sem minnst hafa og hinsvegar að draga úr tekjutengingum í kerfinu. Bæði lækkun skerðingarprósentu og hækkun frítekjumarka eru leiðir til að draga úr tekjutengingum, og það liggur fyrir að mismunandi sjónarmið ríkja um það á hvorn kostinn beri að leggja meiri áherslu. En enginn heldur því fram að minnkun tekjutenginga/skerðinga hjá almannatryggingum myndi bæta kjör þeirra verst settu sérstaklega. Í stöðunni í dag er rétt að leggja áherslu á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa þannig að þau þoli a.m.k. samanburð við lágmarkslaun. Að draga úr tekjutengingunum er líka nauð-synlegt, en það verður að vera markmið til lengri tíma, og getur tæplega orðið nema sem hluti af víðtækari endurskoðun lífeyrismálanna. En er það þá sérstaklega hagfellt fyrir þá tekjulægstu að hækka almenna frítekjumarkið úr 25 þús. í 100 þús. eins og stjórn LEB leggur til? Svarið við því er einfaldlega nei. Það er til önnur og miklu betri leið, sem er að hækka einfaldlega grunnupphæð ellilífeyrisins. Sú kjarabót myndi skila sér miklu betur til þeirra sem minnst hafa. Tekjulægsta fólkið meðal ellilífeyristaka er nefnilega með svo lágar tekjur að það hefur lítið gagn af hækkun frítekjumarksins. Appelsínurauða línan sýnir tekjur í 1.- 6. tíundarbili. Framhaldið neðan við 1. bil (slitna línan) er fengin með nálgun, þ.e. með því að framlengja línuna, því að TR gefur ekki upp hvar tekjur 1. tíundar byrja, einungis að þar séu allir með tekjur neðan við 51.493 kr./mán. Örvarnar „virk hækkun frítekjumarks“ sýna hve áhrif hækkunar frítekjumarksins eru misjöfn, - ábati 4. tíundar (og tíundanna þar fyrir ofan) er um 6 sinnum meiri en ábati 1. tíundar. Hvernig virkar hækkun frítekjumarksins? Um 38 þúsund manns fá nú greiddan ellilífeyri frá TR. Þegar öllum hópnum er skipt upp í tíu jafnstóra hluta, tíundir, verða því 3.800 manns í hverri tíund. Í fyrstu tíund, þeirri tekjulægstu, voru í fyrra allir með tekjur neðan við 51.500 kr. á mánuði, meðaltekjur í tíundinni voru á að giska 37 þús. á mánuði. Hækkun frítekjumarksins úr 25 í 50 þúsund myndi því gagnast þessum hópi eitthvað, en þó minna en öllum öðrum, og hækkun umfram þetta myndi ekki bæta kjör þeirra nokkurn skapaðan hlut, þótt hún myndi skila ávinningi til allra tíunda fyrir ofan fyrstu tíund. Fólkið í annarri tíund var í fyrra með tekjur á bilinu 51.500 - 83.300 kr. (miðgildi rúm 67 þús.). Allir í tíundinni myndu hafa fullt gagn af hækkun frítekjumarksins í 50 þúsund. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi síðan skila sér að fullu til tekjuhæsta fjórðungsins innan tíundarinnar, þ.e. þeirra sem höfðu tekjur yfir 75 þús., en að miklu minna leyti til neðri hluta tíundarinnar. Aðeins efsti fjórðungurinn myndi síðan njóta einhvers góðs af hækkun úr 75 í 100 þús. Þriðja tíund var með tekjur á bilinu 83.300 - 111.600. Hækkun frítekjumarksins í 75 þús. myndi því gagnast öllum í þriðju tíund að fullu. Frekari hækkun upp í 100 þús. myndi gagnast tekjuhæsta þriðjungi tíundarinnar að fullu en í nokkuð minna mæli hinum tveimur þriðjungunum. Hækkun frítekjumarksins í 100 þús. myndi síðan gagnast tíundunum frá fjórðu tíund og upp úr að fullu, og sömuleiðis tekjuhæsta þriðjungi 3. tíundar sem fyrr segir. Af þessu má vera ljóst að það er alls ekki rétt að hækkun frítekjumarksins komi sérstaklega vel út hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar, - fremur mætti segja að sú fullyrðing sé öfugmæli. Ábatinn af hækkuninni skilar sér aðeins að fullu til sjö tekjuhæstu tíundanna, en hækkunin gagnast neðri tíundunum því ver sem neðar dregur. Hver yrði hækkun ráðstöfunartekna? Við hækkun almenna frítekjumarksins úr 25 þús. í 100 þús. yrði hækkun tekna eftir skatt eins og segir í eftirfarandi töflu: Rétt er að taka fram að þessar tölur koma engan veginn heim og saman við niðurstöður skýrslu sem stjórn LEB lét vinna fyrir sig, en ályktun stjórnarinnar sem vitnað er til fremst í þessari grein, mun vera fyrst og fremst byggð á niðurstöðum þeirrar skýrslu. Munurinn á niðurstöðum skýrslunnar og því sem hér er sett fram liggur m.a. í rangri túlkun skýrslunnar á talnaefni frá TR. Um talnaefni og útreikninga Umfjöllunin hér að ofan um tekjur lífeyristaka og útreikningar á hækkun ráðstöfunartekna byggjast á tölum Tryggingastofnunar ríkisins um tekjur lífeyristaka aðrar en greiðslur TR árið 2019, - en TR sundurliðar þær eftir tíundarbilum. Tekjutölurnar eru því ekki meðaltöl eða miðgildi innan tíundanna eins og gengið er útfrá í áðurnefndri skýrslu, sem unnin var fyrir LEB, heldur lýsa þær tekjum á skilum milli tíunda. Talan fyrir 1. tíund, 51.500 kr./mán., segir þannig að þar liggi skilin milli fyrstu og annarrar tíundar. Tekjur allra 3.800 einstaklinganna í 1. tíund eru því neðan við þá upphæð. Ofan við hana tekur við 2. tíund og nær upp að næstu tíundartölu, 83.271 kr./mán., og svo framvegis. Hin leiðin: Hækka grunntaxtana Ef í stað þess að hækka frítekjumarkið í 100 þús. yrði farin sú leið að hækka grunntölu ellilífeyrisins, þannig að það gæfi efri tíundunum sömu hækkun ráðstöfunartekna (21.300 kr.), þá þyrfti ellilífeyririnn að fara úr núverandi 257.800 kr. í 291.600 kr. - hækka um 33.800 kr. Nota Bene: Hann væri samt ennþá langt undir lágmarkslaunum. Það er ákaflega einfalt að reikna út hverju þessi hækkun myndi skila hjá mismunandi tekjuhópum. Það myndu einfaldlega allir fá sömu krónutöluhækkun, 33.800 kr. fyrir skatt, 21.300 kr. eftir skatt, frá fyrstu tíund til þeirrar tíundu. Í prósentum talið yrði hækkunin þá að sjálfsögðu mest hjá þeim tekjulægstu. Þessi leið yrði væntanlega aðeins dýrari fyrir ríkið en hækkun frítekjumarksins, einfaldlega af því að hún skilur ekki þau tekjulægstu útundan eins og hækkun frítekjumarksins gerir, heldur gefur þeim jafnmikla tekjuhækkun í krónum talið og þau tekjuhærri fá. Ef stjórn LEB vill leggja áherslu á ráðstafanir sem gagnast best þeim eldri borgurum sem minnst hafa, þá ætti hún að leggja til hliðar í bili kröfuna um hækkun frítekjumarkanna, og einbeita sér frekar að hækkun grunnupphæðanna hjá TR. Þarmeð er ekki verið að segja að ekki þurfi að endurskoða frítekjumörkin. Það ætti bara að færast aftar í forgangsröðina hjá samtökum eldri borgara eins og á stendur nú. Höfundur er í varastjórnum FEB-R og Málsóknarsjóðs Gráa hersins.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun