Viðskipti innlent

Stjórnendur enn í viðræðum fyrir hlutafjárútboð

Telma Tómasson skrifar
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair á hluthafafundi félagsins í vor.
Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair á hluthafafundi félagsins í vor. Vísir/vilhelm

Samningur við stéttarfélög, lánadrottna, íslenska ríkið og Boeing eru enn forsenda þess að unnt sé að ráðast í hlutafjárútboð hjá Icelandair. Stefnt var að því að niðurstaða í þeim málum lægi fyrir í dag, en stjórnendur félagsins eru enn í viðræðum og getur undirbúningur hlutafjárútboðs ekki hafist fyrr en eftir að samkomulag hefur náðst. Ekki hafa fengist upplýsingar um hver staðan er í viðræðum.

Það er hins vegar lykilatriði að tekist hafi að semja við flugfreyjur í síðustu viku. Atkvæðagreiðsla hefst um samninginn í þessari viku og hefur formaður flugfreyjufélagsins sagt að hún búist við að hann verði samþykktur. 

Áður hafði verið samið við flugmenn og flugvirkja og þeir samningar samþykktir, en allir fyrrgreindir samningar eru gerðir til fimm ára. 

Stjórnvöld fylgjast náið með framvindunni í aðdraganda hlutafjárútboðsins og óformleg vinna er þegar í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir.

Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að hlutafjárútboð Icelandair hæfist í dag. Ekkert samkomulag hefur hins vegar enn náðst um slíkt og hafa frétt og fyrirsögn verið uppfærðar í samræmi við það.


Tengdar fréttir

Á von á því að samningurinn verði samþykktur

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur.

„Boltinn í raun og veru hjá félaginu“

Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands hófst klukkan tíu í morgun á Hilton hóteli þar sem farið var yfir nýjan kjarasamning félagsins og Icelandair sem undirritaður var aðfaranótt gærdagsins.

Stjórnvöld fylgjast náið með stöðu Icelandair

Stjórnvöld fylgjast náið með framvindu hlutafjárútboðs Icelandair og óformleg vinna er í gangi innan stjórnarráðsins við að meta til hvaða ráðstafana þurfi að grípa gangi það ekki eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,19
5
173.850
VIS
0,95
3
134.545
ICEAIR
0,85
6
5.313
FESTI
0,71
5
77.327
ARION
0,67
2
30.075

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-0,19
9
47.741
MAREL
0
6
94.442
HAGA
0
1
29.040
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.