Viðskipti innlent

Undir­rituðu samninga um stuðnings­lán til lítilla og meðal­stórra fyrir­tækja

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm

Seðlabankinn hefur undirritað við samninga við fjóra banka um veitingu stuðningslána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Lánin voru kynnt sem hluti annars aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins, sem valdið hefur miklum efnahagsþrengingum víða um heim.

Í tilkynningu frá Seðlabankanum segir að bankinn hafi undirritað samninga um stuðningslán með ábyrgð ríkissjóðs við Arion banka, Kviku banka, Landsbankann og Íslandsbanka. Markmið lánanna sé að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með stuðningi við minni rekstraraðila sem hafi orðið fyrir tímabundnu tekjufalli vegna faraldursins.

„Með gerð samninganna hefur skapast grundvöllur fyrir því að hrinda framangreindu efnahagsúrræði vegna kórónuveirufaraldsins í framkvæmd með þeim skilyrðum sem fram koma í lögunum, samningi fjármála- og efnahagsráðherra við Seðlabankann, reglugerð um stuðningslán og samningi milli Seðlabankans og lánastofnana. Tekið verður við umsóknum um stuðningslán í miðlægri þjónustugátt á vefnum island.is.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×