Mánudagsstreymi GameTíví er á sínum stað í kvöld. Liðið er fullskipað og stefna strákarnir á að prófa nýjan spilunarmöguleika í Warzone sem heitir „Realism Battle Royale“ og má búast við miklu fjöri.
Heppnir áhorfendur munu geta fengið eintak af Last of Us 2, miða í Lúxussal Smárabíós og fleira.
Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld og má fylgjast með henni hér að neða og á Twitch.