Gleðilega hátíð! Sóley Tómasdóttir skrifar 19. júní 2020 11:00 Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kvenréttindadagurinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er því fagnað í dag að 105 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Í Bandaríkjunum er dagurinn táknrænn fyrir afnám þrælahalds fyrir 155 árum. 19. júní er kvenréttindadagurinn á Íslandi og Juneteenth í Bandaríkjunum. Það er hrein tilviljun að þessi dagur marki þessi tvenn tímamót en umhugsunarvert engu að síður. Áður en lengra er haldið vil ég taka fram að sem hvít kona mun ég aldrei skilja veruleika svarts fólks til fullnustu. Ég geri mér grein fyrir að það er ekki hægt að leggja þrælahald og kosningarétt að jöfnu og það er ekki markmiðið með þessum pistli, heldur hitt, að beina athyglinni að lagskiptu valdakerfi heimsins þar sem forréttindahópar skilgreina og skammta frelsi og réttindi. Þrælahaldið var ekki afnumið á einum degi og þessi eini dagur var ekki endapunktur baráttunnar. Svart fólk hefur háð blóðuga baráttu þar sem fjöldi fólks hefur fórnað lífi sínu fyrir málstaðinn í árhundruð og enn er langt í land að það geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminum. Kosningarétturinn kom ekki heldur á einum degi. Konur öðluðust hann í skrefum eftir áralanga baráttu og kvenfrelsisbaráttan var engan veginn í höfn að honum loknum. Enn er langt í land að konur geti notið sjálfsagðs öryggis, réttinda og tækifæra í heiminium. Þessi dagur á þó fyrst og fremst eitt sameiginlegt í löndunum tveimur. Hann er sögulegur fyrir þær sakir að hvítir karlar afsöluðu sér broti af forréttindum sínum í þessum tveimur löndum. Hvítir karlar sem sátu aleinir og óskoraðir á valdastólum. Arfleifð hvítra karla er arfleifð kúgunar þó sögubækur geri henni ekkert sérstaklega góð skil. Hvítir karlar voru herrar og eigendur annars fólks og enn eimir eftir af þeirri arfleifð um heim allan. Black lives matter hreyfingin stendur nú fyrir löngu tímabærri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítu fólki á kostnað svarts fólks með beinni og óbeinni mismunun af völdum innbyggðra fordóma og stofnanabundins rasisma. Femínistahreyfingin hefur sömuleiðis staðið fyrir mikilvægri vitundarvakningu um aldagamalt valdakerfi sem hyglir hvítum körlum á kostnað kvenna og fólks sem er jaðarsett af öðrum ástæðum með beinni og óbeinni mismunun af völdum fordóma og stofnanabundinnar karlrembu. Ég vil því enda þennan pistil á að hvetja okkur öll, þó sér í lagi hvíta karla, til að horfa innávið og tileinka sér kröfur Black lives matter hreyfingarinnar. Hlustum, lærum og reynum að skilja hvernig við getum nýtt forréttindi okkar og samfélagslega stöðu til að stuðla að sanngjarnara samfélagi þar sem við getum öll verið óhult, þar sem við njótum öll sjálfsagðra réttinda og þar sem við höfum öll tækifæri til þátttöku og framlags á eigin forsendum. Þannig heiðrum við framlag formæðra okkar og -feðra sem vörðuðu veginn að þeim mannréttindum sem við fögnum í dag. Höfundur er kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi.
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar