Forsala á tengiltvinnbílum frá Jeep hafin Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 18. júní 2020 07:00 Jeep Renegade og Jeep Compass í tengiltvinnútfærslum. ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum (e.Plug-In-Hybrid) frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu. Áætluð afhending bílanna er í október n.k. og eru þeir hlaðnir búnaði s.s. fjórhjóladrif með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél, rafdrifin leðursæti (Compass) , rafdrifinn afturhleri (Compass), lykillaust aðgengi og ræsing, hiti í stýri og framsætum, 8,4” upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð o.mfl. segir í fréttatilkynningu frá ÍSBAND. Vélarnar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 1,9l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 2l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda. Hámarkshraði þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130km/klst. Bílarnir eru boðnir á sérstöku forsöluverði. Jeep Renegade Trailhawk kr. 5.499.000 og Jeep Compass Limited kr. 5.999.000. Vistvænir bílar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent
ÍSBAND Jeep umboðið í Mosfellsbæ hefur nú hafið forsölu á fyrstu tengiltvinnbílum (e.Plug-In-Hybrid) frá Jeep. Í boði eru Jeep Compass í þremur útgáfum, Limited, Trailhawk og „S“ og Jeep Renegade í Trailhawk útgáfu. Áætluð afhending bílanna er í október n.k. og eru þeir hlaðnir búnaði s.s. fjórhjóladrif með fimm drifstillingum og lágu drifi, bakkmyndavél, rafdrifin leðursæti (Compass) , rafdrifinn afturhleri (Compass), lykillaust aðgengi og ræsing, hiti í stýri og framsætum, 8,4” upplýsingaskjár með íslensku leiðsögukerfi, blindhornsvörn, bílastæðaaðstoð o.mfl. segir í fréttatilkynningu frá ÍSBAND. Vélarnar eru bensín og rafknúnar 1300cc Turbo 190hö, 6 gíra sjálfskipting í Compass Limited með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 1,9l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda en 240hö í Compass Trailhawk, Compass “S” og Renegade Trailhawk með drægni allt að 50 km samkvæmt tölum frá framleiðanda og meðaleyðslu 2l/100 km sömuleiðis uppgefnar tölur frá framleiðanda. Hámarkshraði þegar eingöngu er keyrt á rafmagni er 130km/klst. Bílarnir eru boðnir á sérstöku forsöluverði. Jeep Renegade Trailhawk kr. 5.499.000 og Jeep Compass Limited kr. 5.999.000.
Vistvænir bílar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent