Viðskipti innlent

Rekstrar­aðilar geta nú sótt um lokunar­styrk

Sylvía Hall skrifar
Hárgreiðslustofur þurftu að loka þegar hert samkomubann tók gildi í mars síðastliðnum.
Hárgreiðslustofur þurftu að loka þegar hert samkomubann tók gildi í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm

Þeim rekstraraðilum sem var gert að stöðva starfsemi sína vegna kórónuveirufaraldursins geta nú sótt um lokunarstyrk á vef Skattsins til þess að bæta upp hluta tekjufalls og aðstoða við að standa undir föstum kostnaði. Fyrirtæki geta að hámarki fengið 2,4 milljónir króna.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins en fjölmörgum fyrirtækjum var gert að loka og þar með stöðva starfsemi sína tímabundið, meðal annars vegna samkomubanns. Á þetta við um til að mynda hárgreiðslustofur, vínveitingahús, líkamsræktarstöðvar og skemmtistaði.

Á Ísland.is er hægt að reikna út áætlaðan lokunarstyrk með tilliti til starfsmannafjölda og rekstrarkostnaðar. Líkt og áður sagði er hámarksstyrkur 2,4 milljónir á fyrirtæki og um 800 þúsund á hvern starfsmann.

Rekstrarkostnaðurinn miðast við tímabilið 24. mars til 3. maí.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×