Viðskipti erlent

Breska hag­kerfið dróst saman um rúm 20 prósent í apríl

Atli Ísleifsson skrifar
Við Trafalgar-torg í London.
Við Trafalgar-torg í London. Getty

Breska hagkerfið dróst saman um 20,4 prósent í aprílmánuði miðað við mánuðinn á undan og er það mesti samdráttur í breskri sögu.

Tölurnar sýna glöggt áhrif kórónuveirufaraldursins en Bretum var gert að vera meira og minna heima hjá sér og lamaðist þjóðfélagið nær algerlega.

Samdrátturinn í apríl er þannig þrisvar sinnum meiri en samdrátturinn í fjármálahruninu. Í upphafi faraldursins, eða frá febrúar og fram í apríl var samdráttur einnig töluverður, eða 10,4 prósent.

Eins og áður sagði lamaðist nær allt hagkerfið í Bretlandi en mesti samdrátturinn er í veitingarekstri, bílasölu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,55
15
2.044
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
1
10
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
2
1.213

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
ORIGO
-0,16
3
1.722
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.