Elítuvæðing Reykjavíkurborgar Vigdís Hauksdóttir skrifar 10. júní 2020 11:30 Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni? 6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið? 7. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? Óskað er eftir nafnalista yfir alla gesti sem sótt hafa staðinn tæmandi talið, hvaða erindi viðkomandi aðilar hafi átt á staðinn og með hvaða starfsmanni/embættismanni þeir komust inn í vinnustofuna. Efsta lagið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er farið að líta á sig sem nokkurs konar elítu á kostnað útsvarsgreiðenda í borginni. Þessi staðreynd er svo svakaleg að mér verður orða vant. Hegðunin speglar það sem gerist í einkafyrirtækjum sem ráða sínum málum sjálf. Hér er um að ræða einstaka ófyrirleitni að ræða sem á ekkert skylt við lögbundið hlutverk sveitarfélags að sinna lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Spillingin og elítuvæðingin er algjör sérstaklega þegar litið er til þess að aðgangurinn nær til viðveru á staðnum utan vinnutíma. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu mánaðarmót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort að vinnustofunni? 6. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga – er áfengi þar með talið? 7. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 8. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 9. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang, ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? Óskað er eftir nafnalista yfir alla gesti sem sótt hafa staðinn tæmandi talið, hvaða erindi viðkomandi aðilar hafi átt á staðinn og með hvaða starfsmanni/embættismanni þeir komust inn í vinnustofuna. Efsta lagið í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er farið að líta á sig sem nokkurs konar elítu á kostnað útsvarsgreiðenda í borginni. Þessi staðreynd er svo svakaleg að mér verður orða vant. Hegðunin speglar það sem gerist í einkafyrirtækjum sem ráða sínum málum sjálf. Hér er um að ræða einstaka ófyrirleitni að ræða sem á ekkert skylt við lögbundið hlutverk sveitarfélags að sinna lögbundnum verkefnum og grunnþjónustu. Spillingin og elítuvæðingin er algjör sérstaklega þegar litið er til þess að aðgangurinn nær til viðveru á staðnum utan vinnutíma. Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun