Vanhugsun eða falin dagskrá? - breytingartillaga um útlendingalög Toshiki Toma skrifar 9. júní 2020 16:33 Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Hælisleitendur Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Í frumvarpi um breytingar á lögum um útlendinga sem er nú lagt fyrir á Alþingi eru margskonar gallar sem geta valdið alvarlegum skerðingum á réttindum flóttafólks og erlendra ríkisborgara. Mig langar að benda á einn þeirra hér, en hann varðar skerðingu á grunnréttindum umsækjenda um alþjóðlega vernd sem bíður eftir framkvæmd brottvísunar. 33. grein núgildandi útlendingalaga kveður á um að ,,Umsækjanda um alþjóðlega vernd skal standa til boða: a. húsnæði, b. framfærsla, c. nauðsynleg heilbrigðisþjónusta, (...)". Þessi lagaákvæði byggjast á ákvæðum Mannréttindayfirlýsingarinnar sem fela í sér að tryggð séu grunnmannréttindi allra manneskja til að lifamannsæmandi lífi jafnvel þó að maður sé í sérstökum lífsaðstæðum eins og að vera á flótta. En þetta boð um tryggingu réttinda er ekki ótakmörkuð og sama greinin kveður einnig um að ,,Ráðherra setur (...) reglugerð með nánari ákvæðum um (...) þ.m.t. kröfu um að umsækjandi beri sjálfur kostnað af framfærslu sinni hér á landi og um aðgang að menntun og starfsþjálfun." Þetta er skiljanlegt. Lögin fela í sér tryggingu grunnréttinda, en reglugerðin felur í sér takmörkun, í samræmi við tilgang lagaákvæðis, svo að lagaákvæðið sé ekki misnotað. En í breytingartillögunni er eftirfarandi bætt í lögin sjálf: ,,Útlendingastofnun er heimilt að skerða eða fella niður þjónustu samkvæmt þessari grein þegar fyrir liggur framkvæmdarhæf ákvörðun". Málið er að ef breytingartillagan verður að lagaákvæði, getur Útlendingastofnun hætt að veita hælisleitanda húsnæði, framfærslu og nauðsynlega heilsugæsluþjónustu þegar viðkomandi fær endanlega synjun um hælisumsókn sína. En í núverandi lögum og reglugerðum eru þessi grunnréttindi tryggð þangað til brottvísun kemur til framkvæmdar. Mig langar að koma á framfæri einu mikilvægu atriði hér. Þegar hælisleitandi hefur fengið endanlega synjun kemur brottvísun ekki alltaf strax til framkvæmdar. Stundum líða þrír til sex mánuðir, eða jafnvel eitt ár eftir ákvörðun um synjun. Á þessu tímabili milli endanlegrar synjunar og framkvæmdar brottvísunar, má viðkomandi oftast ekki vinna og hefur viðkomandi því ekki önnur úrræði en að reiða sig á þjónustu sem yfirvöld veita honum. Hvernig getur viðkomandi lifað af í marga mánuði ef Útlendingastofnun hættir þjónustu við hann? Nú er ég með tvær spurningar. Eins og ég sagði áðan, eru húsnæði, framfærsla og nauðsynleg heilsugæsluþjónusta grunnréttindi manneskjunnar fyrir mannsæmandi lífi. Ef yfirvöld vilja eða verða að skerða þessi grunnréttindi, þá hlýtur að vera ,,skiljanleg og óhjákvæmileg ástæða" þar að baki. Ég spyr: Hver er ástæðan? Það er engin ástæða gefin.Greinargerð um viðkomandi breytingartillögu sem fylgir frumvarpinu segir ekkert um ástæðu breytingarinnar. Misnotkun þjónustu getur ekki verið ástæða af því að reglugerðin getur séð um það atriði eins og ég benti á áðan. En ég tel af orðum í inngangi greinargerðarinnar, að ástæðan sé að spara peninga. Ef ástæðan er sparnaður í ríkissjóði, hvers vegna útskýrir greinargerðin um hana þá ekki með því að leggja fram nægileg gögn svo að almenningleg umræða standist? Þetta er allt of stór galli þegar um svona mikilvægt mál um grunnréttindi manns er að ræða. Önnur spurning mín er þessi: hver er hugmynd yfirvalda um afleiðingar af skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitanda sem bíður brottvísunnar? Hvað á viðkomandi að gera ef hann hefur engan gististað, peninga til að kaupa mat og umönnun ef hann veikist? Hvaða úrræði leggja yfirvöld til í slíkum tilfellum? Ég get ekki ímyndað mér að þau séu ekki að hugsa um afleiðingarnar sem fylgja skerðingu á grunnþjónustu við hælisleitendur. En hugmyndir um önnur úrræði eftir skerðingu sjást hvergi í frumvarpinu né greinargerðinni. Er þetta bara vegna vanhugsunar? Mig grunar að svo sé ekki. Mig grunar að yfirvöld búist við því að annað hvort finni viðkomandi hælisleitandi leið til að flýja Ísland sjálfur fremur en að búa á götunni eða að góðgerðarsamtök og almenningur með góðan vilja muni hjálpa viðkomandi um húsnæði, framfærslu og læknisþjónustu. Ég vona sjálfur að grunsemdir mínar séu ekki réttar. En ef það er ,,falin dagskrá" hjá yfirvöldum, þá munu þau tapa trausti almennings. Um breytingartillögu um 33. grein útlendingalaga er allt of mikið óljóst að mínu mati. Ég skóra á dómsmálaráðherra að viðkomandi tillaga sé tekin úr frumvarpinu eða frumvarpið sem heild sé dregið til baka. Höfundur er prestur innflytjenda
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar