Viðskipti innlent

Ráðinn í stöðu vöru­stjóra Póstsins

Atli Ísleifsson skrifar
Eymar Plédel Jónsson.
Eymar Plédel Jónsson. Pósturinn

Eymar Plédel Jónsson hefur verið ráðinn í stöðu vörustjóra fyrir erlendar vörur hjá Póstinum.

Í tilkynningu frá Póstinum kemur fram að Eymar hefur þegar hafið störf, en sem vörustjóri mun Eymar vera ábyrgð á vöruframboði, vöruþróun og afkomu erlendrar þjónustu.

„Eymar hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu en síðast starfaði hann hjá Iceland Travel sem vörustjóri. Áður starfaði hann hjá Wow Air sem svæðisstjóri hjá sölu -og markaðssviði en þar sinnti hann einnig starfi verkefnastjóra ferðaskrifstofudeildar um árabil. Þá starfaði hann einnig lengi hjá Iceland Express, meðal annars sem verkefnastjóri flugumsjónar og síðar sem forstöðumaður aukatekna,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×