Viðskipti innlent

Óskar ráðinn fram­kvæmda­stjóri hjá KAPP

Atli Ísleifsson skrifar
Óskar Sveinn starfaði áður sem forstöðumaður alþjóðasviðs Eimskips.
Óskar Sveinn starfaði áður sem forstöðumaður alþjóðasviðs Eimskips. KAPP

Óskar Sveinn Friðriksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu- og þjónustufyrirtækisins KAPP ehf.

Óskar Sveinn starfaði áður sem forstöðumaður alþjóðasviðs Eimskips þar sem hann hefur stýrt kæli og frystiflutningsmiðlun félagsins síðastliðin tíu ár.

„Hann var á þeim tíma með aðsetur í Hollandi. Óskar hefur lengst af síns starfsferils unnið fyrir Eimskip og hefur starfað fyrir félagið í Hollandi, Bandaríkjunum og Kanada. Hann starfaði einnig hjá Sölku fiskimiðlun í 5 ár. Óskar er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum í Tromso í Noregi.

Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, sem verið hefur framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá stofnun þess, verður nú stjórnarformaður fyrirtækisins. Freyr mun samhliða því sinna öðrum verkefnum fyrir fyrirtækið,“ segir í tilkynningunni.

KAPP selur og þjónustar kæli, frysti- og vinnslubúnað ásamt því að framleiða og smíða ryðfríar vörur fyrir matvælaiðnaðinn. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 43 talsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×