Golf

Gott gengi Ólafíu heldur áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía heldur áfram að gera góða hluti í byrjun Íslandsmótsins í golfi.
Ólafía heldur áfram að gera góða hluti í byrjun Íslandsmótsins í golfi. mynd/seth

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, heldur áfram að spila vel í byrjun íslenska golfsumarsins en hún leiðir með einu höggi eftir fyrsta hringinn á Golfbúðarmótinu sem fer fram á Suðurnesjunum um helgina.

Mótið er annað mót keppnistímabilsins á stigamótaröð GSÍ en fyrsta mótið fór fram á Akranesi í maí. Nú er leikið á Hólmsvelli í Leiru en leiknir eru þrír hringir. Þeim fyrsta er lokið.

Ólafía Þórunn lék á 74 höggum í dag, tveimur höggum yfir pari, og leiðir með einu höggi en Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í öðru sætinu. Saga Traustadóttir, Eva Karen Björnsdóttir og Andrea Ýr Ásmundsdóttir eru jafnar í þriðja til fimmta sætinu.

Heildarstöðuna eftir fyrsta hringinn má sjá hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.