Viðskipti innlent

Sig­rún frá Stjörnu­grís til Mjallar Friggjar

Atli Ísleifsson skrifar
Sigrún Guðmundsdóttir hefur þegar hafið störf.
Sigrún Guðmundsdóttir hefur þegar hafið störf. Hagar

Sigrún Guðmundsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri hjá Mjöll Frigg ehf.

Í tilkynningu frá Högum kemur fram að Sigrún hafi áralanga reynslu af gæðamálum, verkefnastjórnun og störfum á rannsóknarstofum og hafi nú þegar hafið störf hjá fyrirtækinu.

„Sigrún kemur til Mjallar Friggjar frá Stjörnugrís þar sem hún starfaði sem gæðastjóri. Fyrir það var hún meðal annars gæða-, umhverfis- og öryggisstjóri hjá Gray Line Iceland, yfirmaður rannsóknarstofu hjá Ölgerðinni Egill Skallagrímsson og gæðastjóri og forstöðumaður rannsóknarstofu hjá Icelandic Water Holdings.

Sigrún er með Ph.D.-gráðu í örverufræði frá Háskóla Íslands þar sem hún sérhæfði sig meðal annars í rannsóknum á listeríuí matvælavinnslum á Íslandi. Hún er einnig með M.Sc.-gráðu í líftækni frá Heriott-Watt University í Edinborg og B.Sc.-gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands.

Sigrún er gift Guðmundi Karli Guðjónssyni, forstöðumanni dreifingar og flutninga hjá Íslandspósti og eiga þau fjögur börn,“ segir í tilkynningunni.

Mjöll Frigg er stærsti framleiðandi á hreinlætisvörum á Íslandi, en þar starfa nú tólf manns. Félagið er dótturfélag Olís.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×