Viðskipti innlent

Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Snæland-Grímssonar segir þúsundir breskra ferðamanna stefna hingað til lands í vetur.
Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Snæland-Grímssonar segir þúsundir breskra ferðamanna stefna hingað til lands í vetur. Vísir/Vilhelm

Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju.

Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans.

Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu.

Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi.

Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
6,73
61
1.304.993
TM
4,61
19
329.264
REGINN
4,23
10
71.102
EIK
2,7
9
106.040
ARION
2,16
7
16.943

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-14,41
59
25.776
REITIR
-1,67
9
53.544
SIMINN
-0,29
13
230.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.