Viðskipti innlent

ESB: Endur­greiða skuli pakka­ferðir til við­skipta­vina

Atli Ísleifsson skrifar
Flestum pakkaferðum var slaufað vegna heimsfaraldursins.
Flestum pakkaferðum var slaufað vegna heimsfaraldursins. Getty

Stofnanir Evrópusambandsins hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda.

Í aðgerðapakka íslensku ríkisstjórnarinnar í lok apríl síðastliðinn voru kynntar hugmyndir um að ferðaskrifstofur mættu veita viðskiptavinum inneign vegna slíkra ferða sem voru aflýstar. Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra þessa efnis liggur nú inni í nefnd.

Fréttablaðið hefur eftir Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, að þessu ályktun Evrópusambandsins renni stoðum undir gagnrýni samtakanna á hugmyndir íslenskra stjórnvalda sem fram kom í umsögn hennar. Lítur Breki svo á að ályktun ESB sé „síðasti naglinn í líkkistu“ frumvarpsins.

Í frétt danska ríkisútvarpsins er haft eftir Simon Kollerup, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Danmerkur, að það sé mikilvægt fyrir hann að slá því nú föstu að danskir neytendur hafi sömu réttindi líkt og þeir hafi alltaf haft. Að ferðaskrifstofur skuli endurgreiða viðskiptavinum þær ferðir sem búið er að aflýsa.


Tengdar fréttir

„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“

Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
1,88
0
0
ORIGO
0,67
4
46.689
REITIR
0,64
15
259.408
REGINN
0
8
40.923
ICEAIR
0
0
0

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
-2,5
3
40.970
HAGA
-2,29
13
229.314
FESTI
-2,05
10
182.389
VIS
-1,89
8
176.627
MAREL
-1,69
22
239.495
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.