Viðskipti innlent

Ágúst ráðinn til Coripharma

Samúel Karl Ólason skrifar
Coripharma hefur ráðið Ágúst H Leósson í stöðu fjármálastjóra.
Coripharma hefur ráðið Ágúst H Leósson í stöðu fjármálastjóra.

Coripharma hefur ráðið Ágúst H Leósson í stöðu fjármálastjóra. Hann mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins þegar hann hefur störf á dögunum, samkvæmt tilkynningu frá Coripharma. Ágúst var fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Medis í áratug og sat í framkvæmdastjórn félagsins á árunum 2009-2019.

Þá var hann fjármálastjóri Actavis á árunum 2000-2005. Frá 2005-2007 var hann fjármálastjóri TM og 2007-2009 framkvæmdastjóri Samsons Eignarhaldsfélags.

Ágúst er með viðskiptafræðimenntun, cand.oecon. frá Háskóla Íslands.

Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki sem keypt hefur alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirðir. Það var stofnað 2018 og þar starfa 110 manns.

Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf.

Áætlað er að fyrsta samheitalyfið þróað af Coripharma komi á markað um mitt næsta ár, samkvæmt áðurnefndri tilkynninug. Þar segir einnig að félagið hafi nýverið gert samninga við tvö erlend lyfjafyrirtæki: annarsvegar Midas Pharma um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila, og hinsvegar STADA, eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, um pökkun á 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×