Viðskipti innlent

Ágúst ráðinn til Coripharma

Samúel Karl Ólason skrifar
Coripharma hefur ráðið Ágúst H Leósson í stöðu fjármálastjóra.
Coripharma hefur ráðið Ágúst H Leósson í stöðu fjármálastjóra.

Coripharma hefur ráðið Ágúst H Leósson í stöðu fjármálastjóra. Hann mun einnig taka sæti í framkvæmdastjórn félagsins þegar hann hefur störf á dögunum, samkvæmt tilkynningu frá Coripharma. Ágúst var fjármálastjóri lyfjafyrirtækisins Medis í áratug og sat í framkvæmdastjórn félagsins á árunum 2009-2019.

Þá var hann fjármálastjóri Actavis á árunum 2000-2005. Frá 2005-2007 var hann fjármálastjóri TM og 2007-2009 framkvæmdastjóri Samsons Eignarhaldsfélags.

Ágúst er með viðskiptafræðimenntun, cand.oecon. frá Háskóla Íslands.

Coripharma er íslenskt lyfjafyrirtæki sem keypt hefur alla lyfjaframleiðslu og lyfjaþróun Actavis í Hafnarfirðir. Það var stofnað 2018 og þar starfa 110 manns.

Coripharma sérhæfir sig í framleiðslu og þróun lyfja fyrir önnur lyfjafyrirtæki um heim allan, ásamt því að þróa sín eigin lyf.

Áætlað er að fyrsta samheitalyfið þróað af Coripharma komi á markað um mitt næsta ár, samkvæmt áðurnefndri tilkynninug. Þar segir einnig að félagið hafi nýverið gert samninga við tvö erlend lyfjafyrirtæki: annarsvegar Midas Pharma um samvinnu við framleiðslu og markaðssetningu á lyfjum til þriðja aðila, og hinsvegar STADA, eitt stærsta lyfjafyrirtæki heims, um pökkun á 700 milljónum taflna af lyfjum árlega í þrjú ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,69
11
246.884
ICESEA
1,02
2
276
MAREL
1
3
656
EIM
0,71
3
3.331
ICEAIR
0,57
17
2.247

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-0,81
3
2.424
TM
-0,75
2
1.743
ARION
-0,45
12
178.970
EIK
-0,28
1
760
SJOVA
-0,25
2
3.253
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.