Viðskipti innlent

Vextir lækka hjá Arion

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Arion banki fetar í fótspor hinna tveggja stóru bankanna og breytir inn- og útlánsvöxtum eftir stýrivaxtalækkun Seðlabanka í síðustu viku. Íslandsbanki og Landsbankinn greindu báðir frá því í gær að breytingar yrðu gerðar á vaxtatöflum þeirra. 

Vaxtabreytingar Arion banka taka gildi 1. júní næstkomandi. Til að mynda lækka breytilegir óverðtryggðir íbúðalánavextir um 0,50% og hafa þá lækkað um 3,06% frá byrjun árs 2019.

Helstu breytingar á vaxtatöflu Arion banka eru eftirfarandi:

Óverðtryggð íbúðalán

  • Óverðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,50% og verða 3,54%
  • Fastir 5 ára vextir lækka um 0,60% og verða 4,49%

Verðtryggð íbúðalán

  • Verðtryggðir breytilegir vextir lækka um 0,30% og verða 2,74%
  • Fastir 5 ára vextir lækka um 0,10% og verða 2,54%

Bílalán

  • Vextir bílalána lækka um allt að 0,60%

Kjörvextir

  • Almennir óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,40%
  • Almennir verðtryggðir kjörvextir lækka um 0,20%

Annað

  • Yfirdráttarvextir og vextir greiðsludreifinga lækka um allt að 0,75%

Innlán

  • Breytilegir innlánavextir bankans munu í mörgum tilfellum haldast óbreyttir þrátt fyrir stýrivaxtalækkun en þó munu vextir nokkurra innlánareikninga lækka um 0,05% - 0,75%

Arion banki tekur fram í orðsendingu sinni um málið að fjármögnun banka fylgi ekki nema að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans„ og speglast vaxtaákvarðanir Seðlabankans því ekki með beinum hætti í vaxtakjörum banka,“ segir í orðsendingunni. Fjármögnunin samstandi þannig t.a.m. af af innlánum viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlendri skuldabréfaútgáfu og eiginfjárgerningum.

„Arion banki hefur aftur á móti lagt sig fram um að skila vaxtaákvörðunum Seðlabankans sem best til viðskiptavina sinna og var að auki fyrstur banka til að lækka vexti vegna lækkunar bankaskatts,“ segir Arion.


Tengdar fréttir

Íslandsbanki lækkar vexti

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig.

Bankarnir enn undir vaxtafeldi

Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×