Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Íslandsbanki lækkaði vexti í dag.
Íslandsbanki lækkaði vexti í dag. Vísir/Vilhelm

Íslandsbanki tilkynnti rétt í þessu um lækkun á vöxtum bankans.

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti í síðustu viku. Í gær hafði enginn stóru bankanna brugðist við lækkun þrátt fyrir hvatningarorð seðlabankastjóra um að skila henni áfram til viðskiptavina.

Landsbankinn reið á vaðið fyrstur banka á fimmta tímanum en nú hefur Íslandsbanki einnig svarað kalli Seðlabankans.

Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána hjá Íslandsbanka lækka um 0,75 prósentustig og breytilegra um 0,5 prósentustig.

Verðtryggðir húsnæðislánavextir lækka þá einnig. Fastir vextir um 0,35 prósentustig og breytilegir um 0,25 prósentustig.

Innlánsvextir veltureikninga lækka ekki og að jafnaði lækka innlán töluvert minna en útlán. Algeng lækkun sparnaðarreikninga er 0-0,4 prósentustig

Vaxtabreyting tekur gildi 4. júní.


Tengdar fréttir

Bankarnir enn undir vaxtafeldi

Nú þegar vikan er liðin frá hressilegri stýrivaxtalækkun liggja stóru bankarnir þrír enn undir feldi og íhuga viðbrögð sín.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×