Viðskipti innlent

Bein útsending: Úrslitin ráðast í Hack The Crisis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um er að ræða „stærsta stafræna hakkaþon“ sem haldið hefur verið á Íslandi.
Um er að ræða „stærsta stafræna hakkaþon“ sem haldið hefur verið á Íslandi. hack the crisis

Nýsköpunarkeppninni Hack the Crisis Iceland lýkur á hádegi í dag. Beina útsendingu frá verðlaunaafhendingunni má sjá hér að neðan. Að sögn aðstandenda er um að ræða stærsta starfræna „hakkaþon“ sem haldið hefur verið hér á landi en næstum 200 tóku þátt í mótinu.

Hakkaþonið hófst 22. maí og stóð yfir alla helgina í formi beinna vefútsendinga og fjarfunda. Alls bárust yfir 64 lausnir, sem gera samtals 128 lausnir, því teymin máttu skila lausninni í tvo flokka. Skipuleggjendur segja að í ljósi áhugans hafi þurft að framlengja dómarastörf um einn dag til að velja tólf bestu verkefnin til kynningar í fimm flokkum.

Flokkarnir eru:

  • Nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu
  • Nýskapandi lausnir í félags- og velferðarmálum
  • Nýskapandi lausnir í menntamálum
  • Nýskapandi lausnir í atvinnumálum
  • Opinn flokkur

Þau teymi sem sigra í hverjum flokki fá 500.000 kr. í verðlaunafé, Design thinking hraðal og aðstöðu á frumkvöðlasetri þar sem sérfræðingar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Reykjavíkurborgar annast fræðslu, stuðning og eftirfylgni.

Keppendur komu hvaðanæva að úr heiminum og voru sum keppnisteymanna samsett af fólki í mismunandi heimsálfum. Þátttakendur utan Íslands voru m.a. frá Englandi, Bandaríkjunum, Kína, Brasilíu, Danmörku, Egyptalandi, Mexíkó og Kólumbíu.

Úrslit verða tilkynnt í dag í beinu streymi frá Stúdíó Sýrlandi og hefst verðlaunaafhendingin klukkan 12.00. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir mun vera með opnunarræðu og afhenda verðlaun. Nánari upplýsingar um keppnina má nálgast hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×