Viðskipti innlent

Ráðin upp­lýsinga­full­trúi vel­ferðar­sviðs borgarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir.
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir. Reykjavíkurborg

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun apríl.

Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að Hólmfríður hafi fjölbreytta og farsæla reynslu af störfum hjá fjölmiðlum á Íslandi, en síðustu fjögur ár hafi hún starfað sem blaðamaður á Stundinni.

„Áður vann hún meðal annars sem blaðamaður á Fréttablaðinu í sjö ár auk þess sem hún starfaði í afleysingum á fréttastofu RÚV um tveggja ára skeið.

Hólmfríður er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í fjölmiðlun, samskiptum og mannvísindum frá UAB háskólanum í Barcelona og diplómagráðu í prisma frá Háskólanum á Bifröst.

Auk fyrrgreindra starfa hefur Hólmfríður einnig fengist við fjölbreytt verkefni; skrifað viðtöl og fréttir fyrir ýmsa prent- og netmiðla, gefið út eigin bók, séð um íslenskukennslu í Barcelona og árið 2016 starfaði hún sem kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík.

Hólmfríður var valin úr hópi 79 umsækjenda og tekur hún til starfa um miðjan ágúst næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×