Viðskipti innlent

Ráðin upp­lýsinga­full­trúi vel­ferðar­sviðs borgarinnar

Atli Ísleifsson skrifar
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir.
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir. Reykjavíkurborg

Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hefur verið ráðin sem upplýsingafulltrúi velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Starfið var auglýst laust til umsóknar í byrjun apríl.

Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að Hólmfríður hafi fjölbreytta og farsæla reynslu af störfum hjá fjölmiðlum á Íslandi, en síðustu fjögur ár hafi hún starfað sem blaðamaður á Stundinni.

„Áður vann hún meðal annars sem blaðamaður á Fréttablaðinu í sjö ár auk þess sem hún starfaði í afleysingum á fréttastofu RÚV um tveggja ára skeið.

Hólmfríður er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í fjölmiðlun, samskiptum og mannvísindum frá UAB háskólanum í Barcelona og diplómagráðu í prisma frá Háskólanum á Bifröst.

Auk fyrrgreindra starfa hefur Hólmfríður einnig fengist við fjölbreytt verkefni; skrifað viðtöl og fréttir fyrir ýmsa prent- og netmiðla, gefið út eigin bók, séð um íslenskukennslu í Barcelona og árið 2016 starfaði hún sem kynningarstjóri Listahátíðar í Reykjavík.

Hólmfríður var valin úr hópi 79 umsækjenda og tekur hún til starfa um miðjan ágúst næstkomandi,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,53
5
356
BRIM
1,66
9
204.471
EIM
1,45
1
140
SIMINN
1,37
5
16.759
MAREL
0,43
8
219.061

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,45
4
1.629.523
SKEL
-0,36
2
1.970
ORIGO
-0,16
3
1.282
SJOVA
0
2
1.216
KVIKA
0
2
12.681
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.