Viðskipti erlent

Ea­syJet boðar miklar upp­sagnir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Starfsemi EasyJet hefur verið í algjöru frosti undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins.
Starfsemi EasyJet hefur verið í algjöru frosti undanfarna mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Gareth Fuller&getty

Breska lággjaldafélagið EasyJet áformar að segja upp þúsundum manna í starfsliði sínu, eða allt að þrjátíu prósentum starfsmanna.

Um fimmtán þúsund manns unnu hjá félaginu í byrjun árs en eins og hjá öðrum flugfélögum hefur allt verið í frosti síðustu vikur og mánuði vegna faraldurs kórónuveiru. Gert er ráð fyrir að starfsemi hefjist að nýju um miðjan næsta mánuð, 15. júní, en forsvarsmenn EasyJet áætla að langan tíma muni taka að koma starfseminni í eðlilegt horf á ný og því þurfi að grípa til uppsagna.

Balpa, stéttarfélag flugmanna, brást ókvæða við fregnum af fyrirætlunum flugfélagsins. Forsvarsmenn félagsins segja um að ræða „illa ígrundaða skyndiákvörðun“.

Haft er eftir Johan Lundgren, forstjóra EasyJet, í tilkynningu að félagið átti sig á því að árferðið sé erfitt og að nú þurfi að taka sömuleiðis erfiðar ákvarðanir, sem komi til með að hafa áhrif á starfsfólk.

„Við viljum tryggja að við komum undan faraldrinum sem samkeppnishæfara fyrirtæki en áður, svo að EasyJet geti blómstrað í framtíðinni,“ segir Lundgren.


Tengdar fréttir





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×