Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 15:29 Flugumferðarstjórarnir starfa fyrir Isavia ANS, dótturfélag Isavia. Þeir stýra flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir norðanverður Atlantshafi. Vísir/Vilhelm Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð, að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS. Formaður stéttarfélags flugumferðarstjóra segir að tillögu þess um aðra leið hafi ekki verið svarað. Starfsmönnum Isavia ANS var tilkynnt um að ráðningarsamningi allra flugumferðarstjóra í flugstjórnarmiðstöð yrði sagt upp á fundi klukkan 14:00 í dag. Þeim verður öllum boðinn nýr ráðningarsamningur sem miðar við 75% starfshlutfall að lágmarki. Kórónuveiruheimsfaraldurinn og takmarkanir til þess að hefta útbreiðslu hans hafa leitt til mikils samdráttar í farþegaflugi í heiminum. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir við Vísi að uppsagnirnar séu í takti við minnkun í flugi við landið. Tekjur félagsins hafi verið um 10-20% af því sem þær hafa vanalega verið undanfarið. Gripið var til uppsagnanna eftir að niðurstaða um aðgerðir náðist ekki í viðræðum Isavia ANS við Félag íslenskra flugumferðarstjóra. Tilkynnt hefur verið um hópuppsögnina til Vinnumálastofnunar. Flugumferðarstjórar Isavia ANS stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem nær yfir um 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Isavia ANS rekur flugleiðsöguþjónustu og alþjóðaflugþjónustu auk ýmissar tækniþjónustu fyrir flugvelli á Íslandi. Buðust til að taka á sig launaskerðingu Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar. Ásgeir, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir að áður hafi verið gripið til annarra aðgerða til að bregðast við ástandinu en nú sé komin röðin að flugstjórnarmiðstöðinni. „Við erum ekki að breyta neinum kjarasamningum eða breyta launum. Við erum einungis að segja upp öllum kjarasamningum til þess að geta breytt vinnuframlaginu og þar með lækkar auðvitað launakostnaðurinn. Síðan auðvitað um leið og umferð fer að aukast á ný þá verður vinnuframlagið hækkað samsíða því aftur upp í 100% þegar þar að kemur,“ segir hann. Með uppsögn ráðningarsamnings flugumferðarstjóra segir Ásgeir að vonir standi til að komast hjá því að segja 20-30 manns upp varanlega og haldið verði í ráðningarsamband við þá. Arnar, formaður FÍF, segir að aðferðafræði Isavia ASN komi sér spánskt fyrir sjónir. Með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Hann vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira