Enski boltinn

Gary Neville kaupir það ekki að enska deildin geti ekki byrjað 19. júní

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Neville tekur hér við Englandsmeistarabikarnum sem fyrirliði meistara Manchester United árið 2009.
Gary Neville tekur hér við Englandsmeistarabikarnum sem fyrirliði meistara Manchester United árið 2009. Getty/Matthew Peters

Nýjustu fréttirnar af endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar er að menn vilja seinka því enn frekar að byrja að spila. Einn af fremstu knattspyrnuspekingum Englendinga er ekki sammála því.

Þegar hið fræga „Project Restart“ fæddist þá var miðað við það að hefja leik 12. júní eða sömu helgi og Pepsi Max deildirnar byrja á Íslandi.

„Það hljómar alveg nóg að þeir fái tvær til þrjár vikur ofan á það sem þeir hafa verið að gera heima hjá sér,“ sagði Gary Neville.

„Það er kannski full snemmt að byrja aftur 12. júní eða það engin ástæða til að byrja seinna en 19. júní,“ sagði Neville.

„Ég sé ekki að formið á leikmönnunum sé vandamálið. Þeir þurfa ekki á fjórum eða fimm vikum að halda. Meira að segja þegar þeir hafa fengi sitt sex vikna sumarfrí þá eru þeir farnir að spila æfingaleiki tíu dögum eftir að þeir byrja aftur að æfa,“ sagði Neville.

„Þeir væru ekki komnir í hundrað prósent form en þetta eru sérstakir tímar. Ég býst ekki við að leikmennirnir verði fullkomnir. Tvær til þrjár vikur eru að mínu mati nóg til að þeir geti farið að spila aftur,“ sagði Gary Neville.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.