Viðskipti erlent

Sam­drátturinn 20 prósent í Frakk­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Bir Haken brúin í París.
Bir Haken brúin í París.

Franska hagstofan gerir ráð fyrir að samdrátturinn í frönsku efnahagslífi muni nema heilum 20 prósentum á öðrum ársfjórðungi. Er það rakið til lokana og annarra aðgerða yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Efnahagsstarfsemi í landinu nú er um 21 prósent minni miðað við þá sem var fyrir lokun um miðjan mars, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá hagstofunni.

Neysla hefur tekið nokkuð við sér síðustu daga og er nú sex prósentum minni en áður var, eftir að verslunum var heimilt að opna á ný eftir tveggja mánaða lokun. Fyrr í mánuðinum mældist neysla 33 prósent minni en „vanalega“.

Nái efnahagurinn sé á strik á ný fyrir júlí þá mætti gera ráð fyrir að samdráttur í frönsku efnahagslífi verði átta prósent fyrir árið 2020.

Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans, greindi frá því í morgun að samdráttur á evrusvæðinu yrði milli átta og tólf prósent í ár. Áður hafði verið gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði fimm til tólf prósent, en samkvæmt nýjustu áætlun er gert ráð fyrir að neðri mörkin muni ekki standast.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×