Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. maí 2020 15:44 Frá hlutahafafundi Icelandair á föstudag, þar sem var einróma samþykkt að ráðast í hlutafjárútboð. Vísir/vilhelm Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Fleiri fréttir DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40