Viðskipti erlent

Stærsta flug­fé­lag Suður-Ameríku sækir um gjald­þrota­vernd

Atli Ísleifsson skrifar
LATAM flýgur til 145 áfangastaða í 26 löndum, en fyrir faraldur voru flugferðir félagsins að jafnaði um 1.400 á dag.
LATAM flýgur til 145 áfangastaða í 26 löndum, en fyrir faraldur voru flugferðir félagsins að jafnaði um 1.400 á dag. Getty

LATAM, stærsta flugfélag Suður-Ameríku, hefur sótt um gjaldþrotavernd í Bandaríkjunum, en líkt og með önnur flugfélög hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar leikið flugfélagið grátt.

Roberto Alvo, forstjóri félagsins, greindi frá ákvörðuninni að sækja um gjaldþrotavernd í morgun.

LATAM er með höfuðstöðvar sínar í Chile og dótturfélög í Argentínu, Brasilíu, Kólumbíu, Ekvador, Paragvæ og Perú. Starfsmenn félagsins eru um 40 þúsund talsins.

Einnig hefur verið sótt um gjaldþrotavernd fyrir dótturfélög LATAM í Perú, Ekvador og Kólumbíu. Flugfélagið gerir ráð fyrir að enn sem komið er verði áfram flogið með vélum flugfélagsins á meðan verið er að endurskipuleggja reksturinn. 

LATAM flýgur til 145 áfangastaða í 26 löndum, en fyrir faraldur voru flugferðir félagsins að jafnaði um 1.400 á dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×