Strætó og Sorpa Vigdís Hauksdóttir skrifar 13. mars 2020 17:45 Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Vistvænir bílar Strætó Sorpa Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Magnús Jochum Pálsson skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun