Viðskipti innlent

Heilsuborg á leið í gjaldþrot

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr húsakynnum Heilsuborgar.
Úr húsakynnum Heilsuborgar. Heilsuborg

Heilsuborg er á leiðinni í gjaldþrot og má reikna með að nokkrir tugir fólks missi vinnuna. Viðskiptablaðið greinir frá og hefur eftir stjórnarformanni að ekki sé loku fyrir það skotið að annar rekstraraðili taki yfir reksturinn.

Heilsuborg hefur boðið upp á alhliða heilsurækt og sjúkraþjálfun í höfuðstöðvum sínum við Bíldshöfða.

Samkvæmt ársreikningi 2018 voru 30 stöðugildi hjá félaginu, sem tapaði þá 58,6 milljónum króna, en 47,8 milljónum árið áður.

Fram kom á Facebook-síðu Heilsuborgar á miðvikudag að vegna skipulagsbreytinga falla niður opnir tímar og þjónusta íþróttafræðinga í tækjasala dagana 12., 13. og 14. mars. Tækjasalurinn væri þó opinn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×