Ómar Ingi Magnússon kom að ellefu mörkum er Álaborg vann tveggja marka sigur á Mors-Thy, 27-25, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Ómar Ingi skoraði fimm mörk úr sjö skotum og gaf þar að auki sex stoðsendingar en Janus Daði Smárason var ekki í leikmannahópi Álaborgar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.
Álaborg er nú þegar orðið deildarmeistari en liðið er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar. Tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin hefst.
