Inngrip í þágu ungra kvenna Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. maí 2020 07:30 Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Fíkn Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Konur í íslenskum fangelsum eru illa staddar. Þær kljást við líkamlega og ekki síður andlega krankleika sem má að miklu leyti rekja til glímu við fíkniefnadjöfulinn. Afskaplega mikilvægt er að hlúa að þessum konum þegar afplánun er lokið því að þær fá enga raunverulega hjálp á bak við fangelsisgirðinguna. Þær eru í geymslu og á meðan fangelsiskerfið er byggt upp þannig að meðferðarstarf er í skötulíki og metnaður til að gera úr kvenföngum nýta samfélagsþegna enginn þá verður að bregðast við á öðrum stöðum. Grípa fyrr inn í. Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, biðlar því til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, að taka alvarlega til skoðunar að setja á fót starfshóp sem hefur það markmið að útfæra hugmyndir að snemmtæku inngripi, sérstaklega þegar ungar konur í vímuefnavanda eiga í hlut. En að sjálfsögðu kæmi það einnig ungum karlmönnum í sömu stöðu til góða. Afstaða mun ekki láta sitt eftir liggja og býður starfshópnum að sjálfsögðu aðstoð sína. Að mati Afstöðu mætti til að mynda endurskoða ákvæði 65. greinar almennra hegningarlaga en það veitir heimild til að ákveða í dómi að sakborningur sem ekki hefur hemil á drykkjufýsn sinni skuli lagður inn á viðeigandi hæli til lækningar. Ákvæðið er barn síns tíma og þarfnast uppfærslu við, til dæmis þannig að dómara verði veitt heimild til alls kyns meðferðir, mögulega 20 tíma sálfræðimeðferð, reiðistjórnunarmeðferð, sáttamiðlun, meðferð hjá geðlækni o.s.frv. og eftir því sem talið er henta hverjum og einum. Raunar mætti skoða það að ganga enn lengra og veita lögreglu, til jafns við sektarúrræði, að gera þeim sem teknir eru með vímuefni að leita sér sérfræðiaðstoðar. Það yrði þá í anda þess sem gert var í Portúgal, án þess að lögleyfa vímuefnin. Í þessu samhengi má nefna að á undanförnum vikum féllu fimm dómar í héraði í málum jafn margra kvenna, 25 til 43 ára. Þær voru allar dæmdar fyrir umferðar- og fíkniefnalagabrot og áttu að baki sakarferil vegna sambærilegra brota, sumar hverjar langan. Málin voru afgreidd af aðstoðarmanni dómara og samkvæmt forskrift, 30-90 daga fangelsi. Litlu mun það breyta fyrir framhaldið hjá þessum ágætu konum og því miður ólíklegt að þær komist út úr sínum vítahring. En mögulega væri hægt að bjarga einhverjum með því að víkka út heimildir lögreglu og dómara. Hvað segir þú, Áslaug Arna, er ekki kominn tími til að bretta upp ermar og skoða þessi mál af fullri alvöru? Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar