Viðskipti innlent

Kjara­samningur Fé­lags frétta­manna og SA í höfn

Atli Ísleifsson skrifar
Frá undirritun samninga í gær.
Frá undirritun samninga í gær. Ríkissáttasemjari

Samninganefndir Félags fréttamanna og Samtaka atvinnulífsins vegna Ríkisútvarpsins náðu samkomulagi og undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær.

Á vef ríkissáttasemjara kemur fram að málið hafi verið það fyrsta sem var vísað til embættisins á árinu en vísunin barst embættinu þann 22. janúar síðastliðinn.

Viðræður nefnda Félags fréttamanna og SA höfðu staðið yfir síðan í desember 2018. Flestir fréttamenn sem starfa hjá RÚV eru í Félagi fréttamanna en hluti í Blaðamannafélagi Íslands.

Kjarasamningar blaðamanna sem eru í Blaðamannafélagi Íslands eru enn lausir.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×