Golf

Andri vann eftir óbærilega spennu á Hlíðavelli

Sindri Sverrisson skrifar
Andri Þór Björnsson vann sig upp listann í dag og endaði í efsta sæti.
Andri Þór Björnsson vann sig upp listann í dag og endaði í efsta sæti. MYND/SETH@GOLF.IS

Áhugakylfingarnir sem voru efstir fyrir lokahringinn á ÍSAM-golfmótinu á Hlíðavelli í dag stóðust ekki pressuna á lokaholunni og sáu á eftir sigrinum til atvinnukylfingsins Andra Þórs Björnssonar.

Andri lék á -2 höggum í dag og endaði mótið á samtals fjórum höggum undir pari. Dagbjartur Sigurbrandsson, sem líkt og Andri er úr GR, var með forystuna eftir fyrstu tvo hringi mótsins en lék á þremur höggum yfir pari í dag og endaði einu höggi á eftir Andra.

Dagbjartur fékk skolla á 18. braut nú undir kvöld, þegar útlit var fyrir bráðabana á mótinu. Heimamaðurinn Björn Óskar Guðjónsson var einnig grátlega nærri sigri en hann fékk skramba á lokaholunni og endaði tveimur höggum á eftir Andra. Þeir Björn og Kristófer Karl Karlsson enduðu jafnir í 3.-4. sæti.

Haraldur Franklín Magnús kom sér upp í 5.-6. sæti, jafn Tómasi Eiríkssyni Hjaltested, með því að leika á -3 höggum í dag þrátt fyrir að fá skolla á lokaholunni. Þeir léku hvor um sig samtals á -1 höggi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.