Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2020 08:00 Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vistspor hvers einstaklings á Íslandi er að jafnaði eitt það stærsta í heiminum, en samkvæmt tölum Global Footprint Network er meðal Íslendingurinn með 20. þyngsta vistpor heimsins og með fimmta þyngsta sporið meðal Evrópubúa. Ef allir jarðarbúar myndu haga sínu lífi og sinni neyslu á sama hátt og meðal Íslendingurinn þyrfti þrjár plánetur á borð við Jörðina til viðbótar til að standa undir þeim lífsgæðum. Í stóru myndinni erum við svo fámenn að áhrif okkar á umhverfið - til góðs eða ills - blikna í samanburði við áhrif stórveldanna. En það breytir því ekki að við berum ábyrgð á umhverfinu rétt eins og aðrir jarðarbúar. Raunar má segja að velmegun okkar geri ábyrgðina meiri. Allar áætlanir okkar varðandi byggingu og rekstur ALDIN Biodome miða að því að bæta umhverfið. Bæði á ég þar við nærumhverfið sem og umhverfið í víðari skilningi. Neysla er einn stærsti áhrifavaldurinn í vistspori Íslendinga. Bæði magn þess sem við neytum, en einnig neyslumynstrið. Í ALDIN Biodome viljum við leggja okkar af mörkum til að hvetja til ábyrgrar neyslu með fræðslu gegnum skilningarvitin og með því að vekja athygli á íslenskri matjurtarækt og hugviti. Setjum gott fordæmi Þeirri stefnu vex stöðugt fiskur um hrygg að þróa græna innviði í borgum um heim allan. Reykjavík hefur frábært tækifæri til að skapa fordæmi á alþjóðavísu sem eftir verður tekið. Með jarðvarmanýtingu, nýrri hugmyndafræði og upplifun sem setur vistkerfi jarðarinnar í nýtt samhengi, stuðlar að minni sóun og meiri virðingu fyrir þeim flóknu ferlum sem eiga sér stað áður en maturinn endar á diski okkar. Í þróunarvinnu og starfsemi verður tekið mið af ströngum stöðlum um sjálfbær og heilsusamleg mannvirki. Með því að skapa nýjan innvið í borginni með áherslu á sjálfbærni stuðlum við einnig að fallegri og fjölbreyttari borg. Við munum græða upp raskað svæði og gæða það lífi með áherslu á matjurtir og róandi náttúrulegt umhverfi. Staðsetningin býður upp á auðvelt aðgengi með vistvænum leiðum, svo sem almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígum. Markmið okkar hjá ALDIN Biodome falla vel að sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, ekki síst markmiðum nr. 9, 11 og 12 - markmiðum um nýsköpun, sjálfbær samfélög og ábyrga neyslu og framleiðslu. Þetta er ekki tilviljun heldur er þetta hjartað í allri okkar vinnu fram til þessa og verður hjartað í rekstri ALDIN Biodome um ókomna tíð. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri ALDIN Biodome
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun