Körfubolti

Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti

Sindri Sverrisson skrifar
Jón Axel Guðmundsson á ferðinni í leiknum við VCU.
Jón Axel Guðmundsson á ferðinni í leiknum við VCU.

Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær.

Jón Axel skoraði 17 stig, tók 6 fráköst og átti 2 stoðsendingar í 75-65 sigri gegn VCU. Þetta var síðasti leikur Davidson fyrir úrslitakeppni en liðið fer nú í úrslitakeppni A-10 deildarinnar í Brooklyn í New York, þar sem því er raðað í 7. sæti.

„Það var frábært að spila fyrir framan þessa stuðningsmenn í síðasta sinn. Það er blessun og maður getur ekki beðið um meira,“ sagði Jón Axel eftir leik.

Jón Axel mun skilja við Davidson skólann sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins. Hann var valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum í fyrra og er eini leikmaður í sögu Davidson sem náð hefur yfir 1.000 stigum, 500 fráköstum og 500 stoðsendingum. Í gær tók hann fram úr Dick Snyder sem 10. stigahæsti leikmaður í sögu skólans með 1.699 stig.


Tengdar fréttir

Íslenska „körfuboltafjölskyldan“ í Bandaríkjunum

Þeir Jón Axel Guðmundsson, Hákon Hjálmarsson og Þórir Þorbjarnarson spila á hæsta stigi háskólaboltans í Bandaríkjunum. Þeir segjast vera eins og lítil fjölskylda í skemmtilegu viðtali við AP fréttaveituna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×