Fasteignasala í borginni dróst saman um meira en 50% í apríl Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2020 18:54 Mun minna var um fasteignaviðskipti á höfuðborgarsvæðinu í apríl en í mánuðinum á undan. Fasteignasali rekur það til kórónuveirufaraldursins. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteignir þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu í apríl samkvæmt tölum Þjóðskrár. Í mars voru þeir 612 og fækkaði kaupsamningum því um 53,9% á milli mánaða. Páll Pálsson, fasteigna- og fyrirtækjasali hjá fasteignasölunni 450, segir að samdrátturinn sé 47,8% borið saman við apríl í fyrra í pistli sem hann skrifar á vefsíðu sína. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Páll ekki muna sjálfur eftir slíkum tölum áður. Ekki séð vitað hver þróunin á fasteignamarkaði verði á næstunni. Hann segist sjálfur bjartsýnn á framhaldið. Vísaði hann til umferðar um fasteignavef Mbl.is. Hún hafi dregist verulega saman eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom á takmörkunum á ferðir frá Evrópu í mars. Í síðustu viku hafi umferðin um vefinn hins vegar verið sú mesta í fjögur ár. „Það virðist vera að það verði mjög hratt niður og mjög hratt upp aftur,“ sagði Páll. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt fyrr í vikunni var því spáð að raunverð íbúða myndi lækka um 3,2% á þessu ári, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingum sem faraldurinn veldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00 Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Rúmlega helmingi færri kaupsamningar voru gerðir í apríl en í mars. Fasteignasali segist ekki hafa séð slíkan samdrátt áður og rekur hann til kórónuveirufaraldursins. Hann segist bjartsýnn á að sala taki aftur við sér fljótt. Alls voru 282 kaupsamningar um fasteignir þinglýstir á höfuðborgarsvæðinu í apríl samkvæmt tölum Þjóðskrár. Í mars voru þeir 612 og fækkaði kaupsamningum því um 53,9% á milli mánaða. Páll Pálsson, fasteigna- og fyrirtækjasali hjá fasteignasölunni 450, segir að samdrátturinn sé 47,8% borið saman við apríl í fyrra í pistli sem hann skrifar á vefsíðu sína. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni sagðist Páll ekki muna sjálfur eftir slíkum tölum áður. Ekki séð vitað hver þróunin á fasteignamarkaði verði á næstunni. Hann segist sjálfur bjartsýnn á framhaldið. Vísaði hann til umferðar um fasteignavef Mbl.is. Hún hafi dregist verulega saman eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti kom á takmörkunum á ferðir frá Evrópu í mars. Í síðustu viku hafi umferðin um vefinn hins vegar verið sú mesta í fjögur ár. „Það virðist vera að það verði mjög hratt niður og mjög hratt upp aftur,“ sagði Páll. Í þjóðhagsspá Íslandsbanka sem var birt fyrr í vikunni var því spáð að raunverð íbúða myndi lækka um 3,2% á þessu ári, fyrst og fremst vegna minni eftirspurnar í efnahagsþrengingum sem faraldurinn veldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Húsnæðismál Tengdar fréttir Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00 Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Stutt samdráttarskeið en hægur bati Útlit er fyrir að landsframleiðsla hér á landi dragist saman um tæp níu prósent samkvæmt þjóðhagsspá hagfræðideildar Landsbankans. Þar kemur fram að samdráttarskeiðið af völdum kórónuveirufaraldursins verði stutt, en efnahagsbatinn hægur. 15. maí 2020 07:00
Spá efnahagsbata á næsta ári eftir harðan skell Íslenska hagkerfið gæti dregist saman um 9,2% á þessu ári vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins en náð fyrri styrk eftir tvö ár. Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir hóflegri verðbólgu á komandi misserum og frekari lækkun vaxta. 14. maí 2020 07:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent