Viðskipti innlent

Ellefu þúsund hætt á hlutabótum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, á upplýsingafundi almannavarna 1. apríl 2020.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, á upplýsingafundi almannavarna 1. apríl 2020. Lögreglan

Atvinnuleysi í nýliðnum aprílmánuði var 17,8 prósent, samkvæmt útreikningum Vinnumálastofnunar. Skýringuna á þessum fjölda rekur stofnunin til þess að þau sem skráðu sig í minnkað starfshlutfall vegna kórónuveirufaraldursins komu inn „af fullum þunga“ inn í atvinnuleysistölurnar í apríl. Þeim hefur hins vegar fækkað umtalsvert eftir að samkomubannið var rýmkað.

Alls voru 33.637 einstaklingar skráðir á hlutabætur í apríl sem samsvarar um 10,3 prósent atvinnuleysi. Atvinnuleysi í almanna bótakerfinu var 7,5 prósent í apríl og er heildaratvinnuleysi því samanlagt 17,8 prósent sem fyrr segir. 

Atvinnuleysið í almenna kerfinu jókst því úr 5,7 prósent í 7,5 prósent og vegna minnkaða starfshlutfallsins úr 3,5 prósent í 10,3 prósent á milli mánaða.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að svo virðist sem mörg á hlutabótum séu aftur komin til vinnu eftir að samkomubannið var rýmkað. Alls hafi 11 þúsund afskráð sig úr hlutabótakerfinu frá því sem mest var.  Heildarfjöldi fólks á hlutabótum sé núna um 27 þúsund. Skýringin kann einnig að vera sú að fólki sem sagt hefur verið upp er ekki lengur skráð á hlutabætur.

Unnur sagði þó jafnframt að Vinnumálastofnun sjái að þegar sé farið að draga úr atvinnuleysi og að það verði að líkindum 14,8 prósent í maí.

Hún sagði jafnframt gríðarlega mikilvægt að fólk sem hefur þegið hlutabætur en er komið aftur til vinnu að það skrái sig úr úrræðinu. Annars gæti fólk átt von á tvígreiðslum með tilheyrandi hausverki. Þá þurfa öll sem þiggja atvinnuleysisbætur að skrá stöðu sína fyrir 25. maí. Það megi gera á „Mínum síðum.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
2,68
8
141.079
SKEL
1,55
4
7.123
SVN
0,87
22
159.565
ICESEA
0,58
13
244.896
REITIR
0
5
6.090

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-2,46
5
96.536
VIS
-1,63
7
79.121
LEQ
-1,3
1
113
ICEAIR
-1,03
47
154.630
EIK
-0,88
1
5.600
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.